miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Ég er með suð í eyrunum. "Af hverju...?" spyrð þú kanski, ef þú hefðir nokkurn einasta áhuga á því sem ég er að fara að segja, en það hefur þú ekki þannig að þú spyrð ekki. Ég ætla samt að segja þér það og þú ætlar að lesa það því það verður áhugavert (vonandi fljótlega). Ég hef verið með suð í eyrunum í all svakalega langan tíma, man ekki hvenær ég tók fyrst eftir því. En ég man að þegar ég fattaði það fyrst og sagði mömmu, þá sagði hún að það væri í ættinni. Gilli frændi er með svolleiðis og fullt af fólki. (soldið stúpid hlutur til að "vera í ættinni" en þannig er það nú bara.)
Ég er algjörlega búinn að venjast því og heyri það næstum aldrei því það er alltaf þarna. (svona svipað og röflið í henni mömmu, en það er annað mál, hehehe). Ég heyri það bara einstaka sinnum þegar það er alveg þögn og ég er ekki að hugsa um neitt. Málið með að segja þér frá þessu var að maður venst öllum andskotanum. Manni fer jafnvel að líka við þá hluti sem eru alltaf í kringum mann. Því yngri sem maður er, þá er maður því mun meira áhrifagjarn á svona hluti.
Það er ótrúlega erfitt að læra fullkominn hreim í flóknum tungumálum. En krakki, sama hvaðan hann kemur, sem elst upp í þjóðfélagi með það tungumál getur lært hann á ekki svo löngum tíma. Þegar við fæðumst er hægt að forrita okkur nokkurnveginn eins og fólkinu sem "ræður yfir okkur" þegar við erum smábörn. Yfirleitt eru það foreldrarnir, og er því hægt að kenna þeim um ef eitthvað fer úrskeiðis á ævi þessa einstaklings. Nei, nei, það er nú kanski ekki svo einfalt. En samt, við ættum að vera miklu duglegri að troða vitneskju í þessa litlu hausa sem vita ekkert skemmtilegra en að læra eitthvað nýtt.
Því fyrr sem er byrjað er betra. Krakkanum finnst gaman að læra hluti, því það er það sem hann þekkir, og hann lærir hlutina (eins og t.d. tungumál) miklu betur en ef hann hefði lært þá seinna á lífsleiðinni. Ég heyrði einhverntíman um stelpu sem kunni fjögur tungumál reiprennandi þegar hún var fjögurra ára! Ég trúi því staðfastlega að þetta gætu næstum allir krakkar. Ég er nú ekki að tala um svona ýkjur, en samt eitthvað í áttina. (Ég veit að ég byrjaði að tala um raddirnar í hausn... æ, ég meina suðið í eyrunum á mér, enda ætlaði ég að fara að tala um allt annan hlut. Þetta endaði bara svona. Sorry.)

Ég fór í bíó í kvöld (surprize surprize!) og sá Insomnia. Það er nú svosem ekki frásögu færandi, ágætis mynd og allt það (* * 1/2). En áður en myndin byrjaði bað Kristinn mig um að halda á sprætinu sínu. Ég var með kók, og prófaði að taka sopa af báðum drykkjunum í einu. Það hefði ég ekki átt að gera.
Þegar drykkirnir blönduðust í munni mér kom á mig mesti viðbjóðs-svipur sem nokkur maður hefur nokkurntíman sett upp! Ég henti frá mér drykkjunum um leið og þeir lentu á gaurnum sem var að rífa miðana (sem fór alveg örugglega í sturtu eftir þessa vakt) og allt sullaðist útum allt, og ég tók á sprettinn að klósettunum! Áður en ég komst hálfa leið gat ég ekki haldið niðri í mér viðbjóðinum lengur og ældi upp um heilan vegg öllu því sem ég hafði borðað nú í vikunni og þeirri sem er nýliðin!!! Ég hélt áfram sprettinum mínum, en ekki hætti að spúast útúr mér viðbjóðurinn með tilheyrandi óhljóðum, og kláraði ég að æla ölllu því sem ég hef látið ofan í mig síðastliðna þrjá mánuði loks þegar ég nálgaðist klósettið!
Æla var komin upp um alla veggi í andyri bíósins, og allir aðrir voru að því komnir að æla útaf megnu lyktinni sem umlukti staðinn. Þegar ég loksins staulaðist inn á klósett leit ég í spegilinn, og ég get svo svarið ég hafði elst um fimm ár, og fötin mín öll útí ælu. Ég heyrði að allt var að verða brjálað frammi, fólk öskrandi og aðrir ælandi í kór. Ég ætla ekki einu sinni að lýsa bragðinu sem var upphaf alls þessa viðbjóðs. Ég er ennþá með ógeðslega bragðið í munninum, öll ælan náði ekki einu sinni að yfirgnæfa það. Það eina sem ég get sagt, kók og spræt eiga ekki vel saman. Take my word for it!!!
Þessi saga var ýkt verulega af persónulegum ástæðum. Sumt af þessu gæti hafa gerst.

Annars er það af mér að frétta að ég hef hafið þátttöku (heimskulegt orð með þremur t-um í röð!) í einni frábærustu keppni sem um getur í sögu mannkyns! Nefnist hún "Kristinn vs. Maggi, Blogg Battle!" Í viku hverri munum við taka okkur til í og keppa í ákveðnum greinum. Sú fyrsta var hvor gæti drullað meira yfir sprók (spræt/kók drykkinn sem ég fann upp áðan). Yfirdrull Kristins má finna á síðunni hans! Þér skulið lesa bloggið hans yfir, og dæma svo um hver vann hér að neðan!
..:: rauður kúgast ::..


Könnun lokið. Úrslit: Maggi 56%, Kristinn 36%. Vúppí!
blog comments powered by Disqus