fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Í tilefni af SigurRósar pistli mínum er SigurRósar bakgrunnur! "Hvernig lýst ykkur á það!?"

SigurRós er uppáhalds hljómsveitin mín í öllum heiminum. Ef ég væri strandaður einn á eyðieyju, og það væri aðeins einn hlutur sem ég mætti taka með mér, einungis einn hlutur, þá væri það engin spurning hvað ég myndi taka með. Og það væri bátur til að komast burt, en ég er samt mikill SigurRósar aðdáandi! (common, hvað hélstu að ég myndi segja? Ágætis byrjun eða?)
Allavega, ég átti í samræðum við hnakka nokkurn í kvöld í heitum potti nokkrum. Köllum hann bara Jónas, því ekki viljum við særa tilfinningar pottsins. Hnakkann getum við kallað Jón Odd. Hann hélt því fram að SigurRós væri ekki jafn vinsæl og allt RnB og rapp ruslið sem hann hlustaði á, og sér til stuðnings sagði hann að aldrei heyrði hann í SigurRós á MTV eða PoppTV eða FM957 (hnakki hnakki hnakk). (Ok, hann sagði ekki hnakki hnakki hnakk, en það hljómaði þannig). "Auðvitað!" sagði ég, SigurRós er ekki útvarpsvæn tónlist og erfitt að spila hana í útvarpi. Ég veit ekki betur en myndböndin þeirra hafi fengið góða spilun, amk hérna heima. Hann hélt áfram og sagði að það væri mjög lítll og afmarkaður hópur fólks hér á landi og erlendis sem fílaði og hlustaði á SigurRós. Það er auðvitað bara þvæla, sem ég og sagði honum, en hann vildi ekki hlusta (inn á milli þess sem hann rak upp skerandi væl í löngum bunum til að leggja áherslu á hvað honum fannst SigurRós vera að reyna að koma til skila).
Staðreyndin er sú að SigurRós er mjög góð hljómsveit. Og ótrúlega vinsæl bæði hér heima og erlendis miðað við hvernig tónlist þeir spila, því hún getur verið tormelt. Ég hef látið það útúr mér áður og segi það aftur; SigurRós spilar tónLIST, önnur "tónlist" er í mínum eyrum bara tónafþreying, þótt hún geti verið góð sem slík. Ég veit að þetta er svolítið "bold statement" (pun intended), en þetta finnst mér. Auðvitað má annað fólk hafa sína skoðun, en mér finnst bara sorglegt að fólk sem getur ekki opnað sig fyrir nýjum hlutum, og afskrifað þá af því að þeir falla ekki að formúlunni. En þannig verður það víst að vera.
..:: rauður vill aldrei verða strandaður einn á eyðieyju ::..
SigurRós er æðisleg!
blog comments powered by Disqus