þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Íslandsmet!
Það linnir bara ekki góðu fréttunum! Við krakkarnir úr ÍRB tókum okkur til og settum hvorki meira né minna en sjö íslandsmet í kvöld! Þau voru öll í boðsundi og settum við strákarnir þrjú met í fjórum tilraunum, og stelpurnar settu met í öllum fjórum greinunum sínum! Greinarnar sem við tókum voru 4x100m flug, 4x100m bringa, 4x50m flug og 4x50m bringa (4x50 flug klikkaði hjá okkur strákunum). Við fórum á lítið meta- og lágmarkamót sem SH heldur alltaf eftir bikar bara til að setja þessi met og það var bara nokkuð gaman! Enduðum að sjálfsögðu á KFC þar sem við stútuðum sex Tower Zinger Barbeque borgurum, svakalega var það nú fínt.

Annars fór ég í dag og stóð í biðröð í tvo klukkutíma til að næla mér í miða á SigurRósar tónleikana sem verða 12. desember. Við fengum sæti á fínum stað, og ég er formlega byrjaður að bíða eftir þessari dagsetningu. Úff hvað það verður gaman! Þið hin, sem ekki farið af einhverjum ástæðum (aðallega fáfræði) getið setið heima og hafið flest ekki hugmynd um af hverju þið eruð að missa! Þið getið líka treyst því að ég mun skrifa helling um hvað var gaman á tónleikunum allan desember, þannig að stay tuned!

Niðurstöðurnar í fyrstu umferð "Kristinn vs. Maggi, Blogg Battle!" eru nú kunnar! Ég vann nauman sigur í þessarri fyrstu keppni með 56% atkvæða, en Kristinn fylgdi fast á hæla mér með 36% greiddra atkvæða. Restin, eða 6%, töldu þetta of heimskulega keppni til að veita henni nokkra athygli. Það fólk nefnist hér með formlega, fýlupúkar! (fyrir þá sem ekki muna þá var snerist keppnin um það hvor gæti drullað betur yfir Spræt/kók drykkinn okkar). Það væri vel þegið ef einhver kæmi með hugmynd að næstu keppni, og má það vera nokkurn vegin hvað sem er, helst innan óskynsamlegra marka! Afraksturinn munuð þið svo sjá hér á síðunni, og vonandi fljótlega.

Nokkur skemmtileg spakmæli höfð eftir konum svona í tilefni dagsins (því konurnar eru greinilega miklu betri en karlmennirnir í ljósi atburða kvöldins) ;

Whatever women must do they must do twice as well as men
to be thought half as good. Luckily, this is not difficult.
-Charlotte Whitton

I try to take one day at a time, but
sometimes several days attack me at once.
-Jennifer Unlimited

If you can't be a good example, then
you'll just have to be a horrible warning.
-Catherine Aird

Mig langar að minna fólk á gestabókina mína! (Gestapo-k?)

..:: ::..
blog comments powered by Disqus