Dæsus! Þetta var vesen! En vonandi þess virði. Mér tókst að troða hausnum á mér á síðuna (og þú getur meira að segja dregið hann til!) þótt það hafi tekið klukkutíma! Og ég sem á að vera löngu löngu farinn að sofa því ég þarf að vakna hálf átta í fyrramálið!
Pæliði samt aðeins í því. Að vera tvítugur og fara snemma að sofa (eða reyna það amk) á föstudegi, og vakna svona snemma á laugardegi til að synda! Þetta er ekki heilbrigt. Eða kanski er þetta bara allt of heilbrigt... Hmmm... Hafði ekki hugsað þetta þannig. Kanski ætti ég bara að vera sáttur við að vera svona viðbjóðslega heilbrigður.
Allavega, mér finnst hausinn á mér kúl. Þetta er miklu meira kúl heldur en að taka einhver ógeðslega heimskuleg próf og henda því svo inn á bloggið sitt hvernig ofurhetja maður er eða eitthvað álíka heimskulegt. Nefni engin nöfn... (Jóhann og Einar, hint hint).
Henti líka inn nokkrum linkum, aðallega á blogg vina minna. Kíkið endilega á Norsarabloggið. Það eru Elísabet og Nonni vinir mínir sem eru að læra verkfræði í Noregi. Þau hlustuðu loksins á mig og fóru að blogga, eru að komast inn í þetta smám saman. Gaman að þessu.
Læt fljótlega eitthvað meira sniðugt hér. Þetta verður allt morandi í flashi von bráðar. Ekki örvænta! Magnús skal sko taka til hendinni!
..:: rauður hefur mælt ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum