Hlynur, Hlynur, Hlynur... ég get ekki látið þetta viðgangast. Hér með staðfestist að bloggmann nokkur skrifaði í blogginu sínu:
"Ég ákvað því að setjast niður við tölvuna og setja saman smá texta. Vá, þetta orð, 'texti', er eina orðið sem notað er í íslensku máli sem ég man eftir sem hefur x. Eru samt örugglega fleiri. "
Já Hlynur minn. Ég býst staðfastlega við því að íslenskan væri ekki söm við sig ef x-ið vantaði. Fyrstu orðin sem mér datt í hug um leið og ég las þetta voru; kex sex æxli víxill axla öxl uxi öxull ax vaxa öxi. Fullyrði ég að þetta er aðeins brot af þeim orðum í íslensku sem innihalda þann ágæta staf x. Og til að sanna það kíkti ég í orðabók og fann þar skemmtileg orð eins og; box ávextir buxur fax jaxl lax lúxus saxa vax vextir og æxlun. Kanski er bloggið ágætur spegill inn í sálina hjá fólki. (sorry Hlynur, mér blöskraði bersýnilega).
(er alveg að fara að nenna að setja counter og gestabók á síðuna... not that any1 gives a sh**!)
..:: rauður hefur röflað ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum