mánudagur, nóvember 18, 2002

Hæ. Ég sá Changing Lanes í kvöld í bíó, en ég tala um það á morgun eða eitthvað. Það er svoldið sem var í þeirri mynd sem fékk mig til að hugsa "Hey, þetta kannast ég við! Ég þarf að fara og blogga um þetta og losna við þetta frá mér annars flippa ég!" Það sem þú ert að fara að lesa mun hjálpa mér að halda geðheilsu minni, þannig að; með fyrirfram þökk, Magnús Sveinn Jónsson.

Nokkrir vísindamenn tóku sig til fyrir nokkrum árum og ákváðu að stríða nokkrum hvítum músum í búri. Þeir voru voða fínir í nýþvegnu flottu hvítu tilraunasloppunum sínum, og með nokkur búr og í hverju þeirra var slatti af litlum hvítum músum. Þeir lögðu nokkur próf fyrir mýsnar, bæði krosspróf og verkleg, sem snérust um það að ná í ostbita eða eitthvað gómsætt fyrir mýsnar, hvort sem það var í enda völundarhúss eða falið einhverstaðar eða eitthvað álíka. Mýsnar voru nokkuð hissa á þessu framferði mannanna, en voru helvíti svangar þannig að þær létu sig hafa að gera það sem til þurfti til að fá matinn. A mouse has got to work, right?
Allavega, það voru nokkrar mýs sem virtust ná betri tökum á þrautunum en flestar, og aðrar sem ekki stóðu sig jafn vel og meirihlutinn. Ein músin var þó undantekning frá þessari meðalkúrfu, því hún gat talist til beggja hópa. Hún leysti þrautirnar ágætlega, rölti þetta á sínum hraða gegnum völundarhúsin, ekkert panik, og var bara á við mýsnar sem fóru frekar létt með þrautirnar. En þegar var komið á leiðarenda og músin sá glitta í feita ostbitann sem lá þarna girnilegri en allt, þá var það eina sem músin gerði var að þefa af honum, rölta í kringum hann nokkrum sinnum, lúta höfði, og rölta til baka sömu leið.
Vísindamennirnir í fínu hvítu sloppunum sínum voru furðu lostnir á þessu og gerðu endurteknar tilraunir sem allar fóru á sömu leið. Þessi eina mús gæddi sér aldrei á góðgætinu við enda þrautanna. Það sem vísindamennirnir vissu ekki var hvað músin hugsaði. Það var: "Nú er ég komin hér á leiðarenda. Hmmm... og þarna er oststykki! Vá hvað ég er rosalega svöng! En... hvað ef osturinn er vondur, eða eitraður! Hvað ef hann er ekki vondur en samt ekki jafn góður og ég hélt. Hvað ef hann er mun betri en hann lítur út fyrir að vera, en ég fæ bara aldrei að smakka jafn góðan ost aftur! Það væri nú ekki gott... Hmmm... Kanski ætti ég að smakka bara smá. Neeiii annars, ég tek ekki sjensinn. Betra að geta hugsað til baka til þessa augnabliks og ýmindað mér hvað hann hefði getað verið góður."

Niðurstaða: Ég þoli ekki þessa mús. En maður getur víst lítið sagt við mús til að breyta því hvernig hún hugsar, því hún myndi varla skilja mann. Ekki myndu aðrar mýs sannfæra hana heldur, því þær tækju bara ostbitann af henni og röltu svo feitar og sællegar til baka.
Þú ræður hvað þessi saga þýðir, því ekki ætla ég að segja þér það. Það skiptir svo sem ekki máli. Vísindamennirnir hefðu bara átt að sleppa þessu bulli. Mýs eru líka fólk.
..:: redrum ::..
blog comments powered by Disqus