Heimspeki hefur verið mér hugleikin í þónokkurn tíma. Það er aldrei að vita nema að maður skelli sér bara í Heimspekinám í H-skólanum eftir áramót, en sú ákvörðun verður að bíða betri tíma. Ég settist niður 'um daginn' (útskýrt neðar) og skrifaði niður helstu vangaveltur sem ég hafði verið búinn að velkjast með í hausnum í þónokkurn tíma. Ástæðan var einfaldlega til að koma þessu frá mér og vera ekki alltaf með þetta á heilanum. Kanski fæ ég að birta greinina einhverstaðar hugsaði ég með mér á meðan ég skrifaði. Ekki hefur enn orðið úr því að ég hafi fengið greinina mína birta, en þó hef ég leyft nokkrum að lesa hana við ágætar undirtektir. Einn maður sérstaklega tók greininni svo alvarlega (við nefnum engin nöfn, en fyrsti stafurinn er Einar Freyr), að hann var alveg ómögulegur marga daga á eftir og sökkti sér ofan í pælingar um þetta efni. Þá var Magnúsi skemmt. En ég hef grun um það að þessum ónefnda (!) einstaklingi hafi tekist að losna undan þessari byrði sem það er að vita ástæður alls.
Greinin heitir einmitt ástæður alls, og þar sem Morgunblaðið vill ekki birta greinina mína ætla ég að gera það hér á síðunni.
Greinina er að finna hér.
"Um daginn" er afskaplega vítt hugtak hjá mér. Ég hef oft á tíðum sætt mikilli gagnrýni (án gríns) fyrir notkun mína á þessu hugtaki og hef ég því sett ákveðnar grundvallarreglur. "Um daginn" er óákveðið tímabil, og getur verið allt frá tveimur dögum til þriggja ára. Fáa hef ég hitt sem nota hugtakið í jafn víðri merkingu, en þó hefur það komið fyrir. Ég áskil mér allan rétt til að nota hugtakið eins og mér sýnist þar til einhver getur sannað að skilgreining mín sé röng svo ekki verði um villst. "Um daginn" í pistli mínum hér fyrir ofan, var eimitt snemma í sumar. Margir hefðu haldið að ég væri að meina í síðustu viku eða um það bil, en þeir hafa kolrangt skyn á notagildi þessa ágæta hugtaks.
..:: rauður spögulerar mikið ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum