þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Sá einhver Gnarrenburg síðasta laugardag? Það var fyrsti þáttur af nýrri seríu Jóns Gnarr, og ekki byrjaði það nú vel. Frekar slappur þáttur en það er ekki það sem ég ætlaði að skrifa um. Ég rakst fyrir algjöra tilviljun á blogg séra Snorra nokkurs sem kom til Jóns í þáttinn. Þetta var bara kjaftæði út í gegn, átti kanski að vera fyndið en var það ekki. Sem sannar það að Jón Gnarr getur alls ekki gert það sem hann lofaði, að vera alvarlegur í þessum þáttum. Þessi Snorri er búinn að vera að selja syndaaflausnir, og veit ég satt að segja ekki hvað í andskotanum hann er að meina, hvort hann sé að reyna að vera fyndinn eða hvað. Allavega, bloggið hans er hérna.
..:: rauður hatar ofstækismenn ::..
blog comments powered by Disqus