þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Ég sá Changing Lanes á sunnudaginn, og ég verð að segja að hún kom bara á óvart. Helvítí fín mynd barasta og ég mæli með henni. Hún fær tvær og hálfan borgara af fjórum mögulegum. Annars hef ég komist ítrekað að því að það sem öðrum finnst um myndir er yfirleitt bara prump, því mennirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það er ekki nema að yfirgnæfandi meirihluti segji annað hvort bara gott eða bara slæmt að maður geti verið nokkuð viss hvað manni eigi eftir að finnast um myndina. Hins vegar getur maður varla séð allar myndir, þannig maður verður að reiða sig á eitthvað í kvikmyndavalinu. Nóg er úrvalið, það er víst.

Annars er Freaks And Geeks æðislegur sjónvarpsþáttur. Ég verð bara að koma því á framfæri. Hann er svona í anda Undeclared, sem var að ég held ekkert svakalega vinsæll, en ég fílaði hann í tætlur. Enginn hlátur sem segir manni hvað manni á að finnast fyndið (þótt það geti verið ágætt stundum), og ekta minn húmor. Freaks And Geeks er akkúrat svoleiðis. Svo er hann líka 40 mín, sem er meira en nær allir grínþættir. Þannig að kíkiði á PoppTV kl. 9 á mánudögum.

Ég fór í Álfabakkann á sunnudaginn, og það er eini staðurinn sem ég hef nokkurntíman séð eina skrítnustu auglýsingu í heimi. Það er verið að auglýsa einkamál.is, og það eru nokkrar myndir í röð. Sú fyrsta sýnir mann + konu. Önnur myndin er maður + maður, svo kona + kona, svo kona + maður + kona, og svo kemur maður + hestur!!! Svo stendur, "hvað gerir þú í frítíma þínum? er það ekki einkamál?" Þetta er frekar sick hestur. En dýr sem misnota fólk eru greinilega velkomin á þessari síðu, sem þýðir að ég ætla að halda mér frá henni. Ég meina pæliði í auglýsingunni! "Ég er fjögurra vetra foli og bý á Eystri-Rangá í Norður-Húnavatnssýslu. Hef gaman að útivist og heytuggum. Þykir gaman að fá bóndann í heimsókn, en væri til í eitthvað fjölbreyttara..." Eða eitthvað. Allavega, ég er ekki að fíla þetta. :)

Jón Erlendsson er merkilegur maður, það vita amk nokkrir sem lesa þessa síðu. Hann er kennari við H-skólann, og er afar sérstakur. Hann sagði eitt sinn góða setningu sem ég mun seint gleyma. "Það gerirst ekkert nema einhver geri það!" Þetta er mikil snilld, sérstaklega komandi frá afkastamesta og ofvirkasta manni Íslandssögunnar.
Önnur góð setning sem ég lagði á minnið eru úr 24 Hour Party People, þar sem aðalgaurinn (man ekki hvað hann heitir) var að tala um eitthvað plakat að mig minnir. En það var ekki málið. Já, alveg rétt, plakötin komu allt of seint til að auglýsa eitthvað kvöld sem var búið að halda, en þau voru samt mjög flott. Þá sagði hann: "Nothing useless can ever be truly beautiful." Þetta þykir mér flott setning, og á hún við í flestum tilfellum.

Já svo er gestabókin farin að virka, amk í bili. Þannig að... go nuts!
..:: rauður "quotes" ::..
blog comments powered by Disqus