Ég ætla að prófa svolítið núna. Ég er búinn að setja upp gestabók, og auðvitað eiga allir sem heimsækja þessa síðu að skrifa í hana, en mig langar líka að prófa svolítið annað. Nonni og Elísabet (klikkuðu norsararnir) eru með svokallað Guest Map, þar sem fólk skrifar í gestabók og merkir svo inn á heimskortið hvaðan það sé. En þar sem allflestir sem skilja þessa síðu eiga heima á Íslandi, ætla ég að biðja ykkur um að skrifa í þetta og setja ykkur á heimskortið á þann stað sem þið væruð helst til í að heimsækja og skrifa af hverju. Það gæti orðið skemmtilegt. Þannig að skellið ykkur á Guest Map-ið hjá mér og skrifið eitthvað skemmtilegt! Látið fleiri en einn stað ef þið viljið, og notið zoom takkann ef þið lendið í vandræðum með að valmöguleikar sjáist ekki.
..:: rauður fékk ekki kfc í dag ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum