Ég frétti af bjórkvöldi hjá FS áðan og auðvitað þýddi ekkert annað en að skella sér. Alltaf gaman að sjá gömul og kunnugleg andlit á djamminu, þótt ekki hafi verið mikið af fólki. Gangstas without a face héldu uppi ágætis stuði, smá svona forskot á helgina. Og það eru fréttir af helginni komandi! Mér var boðið í partý í bænum á morgun þar sem verður fullt af skemmtilegu (kven)fólki sem ég þekki þannig að það ætti að verða andskoti gaman. Þar með er kominn grunnur að fyrstu djamm-helgi minni í alllt of langan tíma! Á laugardag verður svo sitthvað gert sér til dundurs og kemur það allt í ljós með tíð og tíma hvað það verður. En klukkan er næstum hálf þrjú og tími til kominn að fara að sofa ef maður ætlar að vakna og sjá nýjasta aðalinn dimmitera á sal! Það er alltaf gaman, sérstaklega þegar maður var að gera þetta sjálfur! Döfull var það ógeðslega misheppnað og æðislegt þegar ég útskrifaðist! Það kvöld og dagur mun lengi lifa í minningunni.
..:: likes 2 party ::..
..:: likes 2 party ::..