fimmtudagur, nóvember 21, 2002

Ég hef gaman að orðaleikjum.
Af hverju ætli allir þessir íslensku karlmenn fái sér konur frá Tælandi? Ég meina, þetta er auðvitað þeirra mál og ekkert meira með það, hverjum er ekki sama hvað mér finnst um það! En ég er að spá, af hverju Tælandi? Af hverju ekki Rússlandi eða eitthvað? Ég er búinn að velta þessu fyrir mér og ég hef komist að niðursuðu. Það er af því að gellurnar þaðan eru svo tælandi! Ekki myndi ég vilja gellu sem væri rússlandi! Eða hvað... Ég þekki þetta orð ekki nógu vel, en ég get ímyndað mér að gella sem væri alveg þvílíkt rússlandi dýrkaði vodka, talaði alltaf eins og hún væri alveg trallandi full (og væri það oftar en ekki), væri með svona búttað sætt andlit og væri heitt á ÍSlandi sama hvernig veðrið væri.
Hey! Ég var rétt í þessu að fá símtal frá gellu í Bláa Lóninu! Sjibbí! Ég fæ kanski vinnu! Ekki það að það sé einhver drauma vinnustaður, þótt það sé örugglega fínt, þá er bara orðið svoldið fúlt að vera atvinnulaus svona til lengdar. Þá er bara að mæta á mánudaginn og heilla mannskapinn uppúr skónum! (eftir að vera búinn að standa í vbiðröð til að kaupa miða SigurRós auðvitað!) Annars er ég að fara aftur, því ég fór í viðtal hjá þeim í vor og fékk vinnu, en tók frekar vinnunni í hlaðdeildinni. Nú er kanski málið að kíkja á hvort það sé eitthvað varið í að vinna þarna. Veist þú eitthvað um það? If só, tell mí!
..:: rauður í bláa ::..


blog comments powered by Disqus