föstudagur, nóvember 15, 2002

Ég er íslendingur. Þetta er besta afsökunin sem ég get fundið fyrir þessu. Ég verð að hafa allt! Þess vegna er ég líka kominn með comment system eins og allir hinir fínu bloggararnir! Þannig að ef þér blöskrar það sem ég er að segja, eða ert sammála, öfundsjúk/ur, reið/ur, glöð/glaður, sorgmædd/ur, hress eða átröskuð/aður yfir því sem ég er að segja, þá geturu komið því á framfæri!

Ég var að koma heim frá höfuðborginni þar sem ég sá þá eðal-hljómsveit Ensími á útgáfutónleikum þeirra á þeirra þriðju breiskífu sem einhverra hluta vegna ber nafn hljómsveitarinnar. Besta skýring mín er að þetta er fyrsta skífa þeirra á ensku, og er því ekki einungis fyrir agnarsmáan íslenskan markað. Skemmst er frá því að segja að Ensimi (Ensími eða Ensimi?) rokkaði feitt og sýndi að lög geta líka verið góð á útlensku, því nýji diskurinn er (að ég held) allur á ensku. Helvíti gott sánd í þeim, og fólk var þar í gríð og erg að dilla mjöðmum og vagga hausum í takt við sveitina. Þessir tónleikar fá hiklaust 36 punkta í kladdann hjá mér. (punktakerfið útskýrt neðar).

Ég er búinn að sjá fullt af góðum múvís nýlega, og eining nokkrar misgóðar. Helst ber að nefna:
Donnie Darko: Must see bíómynd! * * * 1/2 stjarna af fjórum. (og 71 punktur)
Grosse Point Blank: John Cusac er alltaf skemmtilegur. * * * (og 44 punktar)
O: Unglinga-Othello. Hefði mátt vera betur gerð. * * (14 punktar)
Superstar: Ógeðmynd. Viðbjóðmynd. Saurmynd. Must NOT see bíómynd. 0 stjörnur. (1 punktur)
Meet Joe Black: Mjöög góð mynd. Must see. (góð í annað sinn). * * * 1/2 (64 punktar)
Bíó:
One Hour Photo: Fínasta mynd, vel leikin, vel þess virði að sjá. * * 1/2 (37 punktar)
meiri gagnrýni síðar...

Já, punktakerfið vekur oft upp spurningar. Ég hef komið mér upp kerfi sem nær yfir alla gagnrýni, hvort sem það er um bíómyndir, fólk eða hvað. T.d. ef þú myndir biðja fallega, myndi ég kanski segja þér hvað þú værir komin/n í marga punkta hjá mér. Ekki er ein einasta regla í þessari reglu minni. Ég gef fólki punkta út og suður, og dreg þá frá jafn óðum ef mér mislíkar. Hvergi er neitt bókhald haldið, ekki einu sinni í hausnum á mér. Svörin eru búin til á staðnum, en ekki gerir það þau eitthvað verri fyrir það. Flestir vina minna eru komnir í nokkur hundruð punkta, og lækka lítið við mistök. Fólk sem ég þekki lítið getur hinsvegar hríðfallið við minnstu athafnir, en skotist hátt upp aftur með einhverju sem mér líkar. Ekki túlka það þannig að ég sé alltaf að hugsa allt í punktum, og dæmi fólkið í kringum mig daginn út og inn. Alls ekki. Kerfið er eitthvað sem ég gríp til einstöku sinnum þegar þannig ber undir. Ef þú hefur spurningar um punktakerfið, vinsamlegast notaðu comment dæmið hér að neðan! :)

Linkin park átti ekki skilið að vinna besta hard rock bandið á MTVE hátíðinni, og hvað þá besta bandið! Það er nottla bara argasta þvæla! Iðnaðar-rokk frá helvíti!

..:: rauður á kanski punkt handa þér í dag ::..
blog comments powered by Disqus