föstudagur, nóvember 22, 2002

Það er víst greinilegt að ég á bara að sleppa því að fara að vinna og kíkja í háskólann í heimspeki eða eitthvað! Það er fínt að hafa svona skoðanakannanir, þá getur fólk sem í hálfkæringi ýtir á einhvern takka bara tekið fyrir mann risastórar ákvarðanir!! Hahahaha! Nú er allt miklu auðveldara. En samt, það var ekki allt tekið inn í myndina því ég veit ekki ennþá hvað mig langar að gera í framtíðinni og þar af leiðandi hef ég ekki hugmynd um hvað ég á að læra. Og ef ég fer að vinna get ég farið með vinum mínum í evrópureisu í vor! En á móti þyrfti ég að kíkja á fleiri fög svo ég geti kanski útilokað eitthvað eða hitt á það rétta. Það eru alltaf fleiri breytur inni í myndinni.

Nóg um leiðinleg málefni. Núna á eftir er ég að fara að synda erfiðustu sundgrein til er, og það á einu mikilvægasta sundmóti á árinu!! Og ekki nóg með það, ég hef ekki synt þessa grein í þrjú ár!! Sjiitt!!! En jæja, það verður samt örugglega mjög gaman. 1500 metrar (60 ferðir!) af skriðsundi á innan við 17 mínútum. Það er nú verðugt verkefni. Svo vinnum við barasta bikarkeppnina og komum heim sæl og glöð. Gaman gaman! Það verður semsagt ekkert bloggað hér um helgina, ekki fyrr en á sunnudagskvöld í fyrsta lagi.

En á mánudaginn, þá ætla ég að fara í höfuðborgina og standa í biðröð til að komast nú örugglega á tónleika með SigurRós, bestustu hljómsveit í heiminum. Ég er búinn að vera að hlusta á fyrsta diskinn þeirra nýlega (Von) og er búinn að uppgötva fullt af lögum sem ég fattaði ekki áður hvað voru geggjað góð! Vitlaus ég! En allavega, fyrir þá sem vilja byrjar salan kl. 13.00 í 12 tónum á Skólavörðustíg 15 á mánudaginn! Sjibbíí!!!
..:: rauður 1500 ::..
blog comments powered by Disqus