Jæja, þá er maður kominn heim. Það var bara helvíti gaman í gær. Ég og Þolli fórum í bæinn og enduðum auðvitað á KFC þar sem gerðust undur og stórmerki! Ég fékk mér Tower Zinger Barbeque borgara, þann stærsta sem ég hef nokkurn tíman fengið, og ég náði ekki að klára hann! Skildi eftir einn bita. Það lýsir stærð borgarans kanski best að bara kjötið var svo stórt að ég koma því ekki upp í mig! Hann var svaðalegur!
En svo kíktum við á Einar Frey og sötruðum þar bjór. Fórum svo í partý til Unnar Olsen og Erlu Knudsen. Það var helvíti fínt, slatti af fólki sem ég þekki og svona. Fórum svo niður í bæ þar sem við flökkuðum milli Sólon og Nellýs (þess má geta að ég valdi ekki þessa staði enda eru þeir af hinu illa) og skemmtum okkur barasta ágætlega. Röltum svo aftur í íbúðina þar sem bróðurparturinn af partýinu sofnaði og svaf til hádegis. Þá voru pantaðar pítsur af dómínós sem af einhverjum ástæðum voru súrar en liðið hrúgaði í sig pítsunum samt. Svo fórum ég og Þolli í Smáralind þar sem var fullt af fólki (í fyrsta sinn svo ég viti til) og auðvitað kíktum við á KFC. Þar gerðust aftur undur og stórmerki því að í skömm minni að hafa ekki klárað borgarann í gær þá fékk ég mér ekki TZB-borgara!!! Prófaði Twister í staðinn og hann var fínn. Í kvöld er svo málið að kíkja í tvö ammæli og verður það vonandi svaka fjör.
..:: out ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum