mánudagur, desember 02, 2002

"Finnst þér þessi tónlist svona skemmtileg?" spurði móðirin á meðan hún frussaði rúðupissi yfir framrúðuna á bílnum því saltmagnið á Reykjanesbrautinni nægir til að gera grunnvatn Íslendinga saltara en Dauðahafið...
"Já." sagði sonurin.
Móðir: "Æ, mér finnst ekkert varið í þetta."
Sonur: (".)
Já merkilegt nokk. Seinna komst sonurinn að ástæðu bakvið þessar ærumeiðingar, ónenfdri móður þótti tónlistin þunglyndisleg, og þrátt fyrir leiðréttingu sonarins að tónlistin væri "tilfinningarík" en ekki þunglyndisleg þá bað hún um að slökkt yrði á þessari tónlist.

Nú sit ég hér í einni af byggingum H-skóla Íslands, nánar tiltekið Tæknigarði. "Hvað er Maggi að gera í H-skólanum!!!" hafa eflaust allir öskrað uppyfir sig sem blogg þetta lesa. Þannig er nú mál með vöxtum (20% árlega) að ég er að bíða eftir fundi þar sem farið verður yfir niðurstöðu úr áhugasviðsprófi sem ég tók alls fyrir löngu og borgaði fúlgur fjár fyrir. Í prófi þessu voru 330 krossaspurningar og spurt var um ýmislegt, aðallega þó hvaða störf maður gæti hugsað sér að sinna. Síðan er þetta sent til útlanda þar sem tölva sem er gáfaðari en íslenskar tölvur vinnur úr þessu og segir manni svo hvaða stöf maður getur hugsað sér að sinna. Svoldið stjúpid ég veit, en ef maður veit ekki hvað maður vill, þá er allt eins gott að skrifa það niður á blað og láta einhvern annan lesa það upp fyrir sig svo maður fatti það nú alveg.

Myndin af mér hér til hliðar er síðan núna um helgina. Ég tók uppá því að ætla að fjölga mér með frumuskiptingu líkt og ég gerði þegar ég var einungis lítil ok-fruma, og átti skiptingin að eiga sér stað á enninu á mér. Þetta mistókst eins og gefur að skilja, en afrakstur tilraunarinnar var hnúður á enninu á mér á stærð við Ekvador. Þetta þótti mér eigi skemmtilegt og ætla að hætta eins og skot öllum slíkum tilraunum. Frekar reyni ég að klóna sjálfan mig eða eitthvað.

Um helgina fór ég í ammæli. Taktu sérstaklega eftir því að ammæli er þarna í eintölu. Átti þetta að vera fleirtala, en sökum... jah, sökum misskilnigs og gunguháttar þá varð lítið sem ekkert úr för minni í annað ammælið. Biðst ég hér með formlega afsökunar ef ég hef sært litlar sálir með framferði mínu. En í hitt ammælið komst ég þó og var það ágætt. Það var amk ágætt þar til misskilnings fór að gæta þar líka á milli vina ammælisbarnsins og skyndilega hélt ég að ég væri á ítalska þinginu því allt ætlaði að brjótast út slagsmálum! Þeim var þó aflýst með samstilltu átaki annara partýgesta, en eftir uppákomu sem slíka er oft lítill áhugi á áframhaldandi partýstandi. Því fór vaskur hópur saman niður í bæ til að leita sér að einhverri skemmtan en greip í tómt. Bærinn var tómur. Því komu menn sér fljótlega heim og var helgin því frekar endasleppt að þessu leytinu til.
..:: red unicorn ::..
blog comments powered by Disqus