fimmtudagur, desember 19, 2002

Ég er ekki búinn að ná laginu með Brain Police úr hausnum á mér síðan í gær á X-MAS tónleikunum. Ætli það sé þess vegna sem þeir heita það? Brain Police. Allavega, mér fannst þetta alltaf ömurleg hljómsveit. Þegar þeir unnu Rokkstokk hér um árið (ekki um daginn, svoldið langt síðan) þá þoldi ég þá ekki. En nú er öldin önnur. Þeir eru komnir með nýjan söngvara og eru bara að gera svona líka stórgóða hluti. Ég tók því upp úr útvarpinu á MD-spilarann minn topplistann á RadioX og tróna þeir þar á toppinum með lagið sem þeir tóku á X-MAS. Ég er greinilega ekki einn um að fíla það í ræmur! Ég skellti því inn á tölvuna og henti því á netið fyrir ykkur hin að heyra snilldina. Það er smá suð í þessu, ekki mikið, en þeir sem vilja fiffa þetta eitthvað þá er lítið mál að láta suðið hverfa í WinAmp með því að fara í equalizer lækka síðustu tvo sleðana vel. Þannig að án frekari tafa: Jacuzzi Susie með Brain Police! Verði ykkur að góðu. :)
..:: brainmag ::..
blog comments powered by Disqus