miðvikudagur, desember 25, 2002

--> Gleðileg jól! <--

Jæja, þá er aðfangadagskvöld liðið, og hvað gerir maður!? Fer beinustu leið í tölvuna og bloggar! Þetta verður nú ekki langt hjá mér í þetta skiptið þó. Ég er bara helvíti ánægður með jólagjafirnar þótt það sé kanski ekki viðeigandi að segja "helvíti" í þessari setningu. Fékk 3 peysur og ætla að skipta einni. Geggjaða skyrtu, 2 styttur og 5 bækur + eitthvað hárdót. Djöfull verður maður vel klæddur um jólin. Tvær af þessum bókum voru stórskrítnar og efast ég um að ég lesi þær. Jóhann (og þess má geta að kóngurinn er byrjaður að blogga aftur! praise the lord!) gaf mér Bresku Konungsfjölskylduna og ævisögu Evelyn Stefánsson Nef! Þetta var nú bara djók hjá honum eins og hann segir á blogginu sínu. (og Jóhann, ef þú hefðir séð svipinn á mér þá hefðiru örugglega skellt uppúr því ég var ekkert smá hlessa á þessu!)

Vildi bara kíkja og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og ánægjulegs djamms yfir hátíðarnar! Sjáumst hress, og þá meina ég HRESS í Stapanum á öðrum í jólum!
..:: jólamag ::..
blog comments powered by Disqus