mánudagur, desember 16, 2002

Djöfull var ég brjálaður í gær. Ég var búinn að skrifa líka þessa fínu færslu og eyða fullt af tíma í hana og þá ákvað einhver fáviti hjá blogger.com að gera sér það til skemmtunar að troða færslunni uppí rassgatið á sér og hefur hún ekki sést síðan. Ég var ekki sáttur. Ég nenni ekki að skrifa upp aftur það sem ég skrifaði, ekki sjens. Ég skal segja ykkur nokkurn vegin hvað stóð þarna áður enn fyrrnefndur maður ákvað að hún væri ekki þess virði að fólk mætti berja hana augum.
Ég skrifaði um hvað David Blaine er mikill snillingur. Ég skrifaði um að ég hafi farið á jólaglögg IGS á föstudaginn og að í mig hafi hlaupið skrattakollur og var ég því hundleiðinlegur það kvöld. Ég skrifaði líka mitt innlegg í nýja keppni mína og Kristins, en þar sem hann er ekki búinn að pósta sínu þá ætla ég að láta það bíða að pósta mínu. Ég skrifaði líka eitthvað fleira en ég man ekki hvað það var þannig að þú munt aldrei vita það.
Ég er í vondu skapi núna því þetta var leiðinlegur dagur í vinnunni og svo fór ég strax á erfiða sundæfingu. Sama hvað ég reyndi, ekki það að ég sé að reyna, þá gæti ég ekki mögulega verið skemmtilegur. Því hef ég ákveðið að þessi færsla mín í þessa vef"dagbók" verði bara hundleiðinleg, en ég hef ekkert betra að gera en að skrifa hérna. Þannig að nú skalt þú hætta að lesa og fara að gera eitthvað af viti. Ekki lesa það sem stendur hér að neðan.

Í guðanna bænum ef þú ert ennþá að lesa þetta, gerðu það þá, þó ekki nema ef væri fyrir þína eigin geðheilsu, hættu að lesa. Í gær eftir að þessi fáviti hjá blogger.com var búinn að nota færsluna mína sem klósettpappír þá skrifaði ég aðra færslu. Sú færsla var um hvað ég væri í brjáluðu skapi og önnur eins blótsyrði og skammarorð hafa sjaldan steymt í jafn stríðum straumum fram á lyklaborðið mitt. Á tímabili rauk svörtum reyk undan lyklunum á lyklaborðinu. Eeennn... ég í fávitaskap mínum og skapofsa ýtti aftur á post takkann án þess að kópera textann! Og áður en ég gat svo mikið sem stunið upp helvítis andskotans drullu pussu lesbíska dverghóru ógeðslega fávita úrkynjaða skrípi þá var sami gaur hjá blogger.com búinn að taka færsluna mína og brenna hana og nota öskuna til að baka köku sem hann svo notaði til að kæfa nokkra litla hvolpa til dauða. Ég er að segja ykkur þessi maður er eitthvað sjúkur. Það eru nokkrir (ok bara tveir, og samanlagt hafa þeir athyglisgáfu á við gullfisk sem keðjureykir hass) sem hafa kvartað yfir því að ég skrifi of langar færslur í þessa blessuðu dagbók (sem ég undrast stundum að nokkur heilvita maður eyði dýrmætum tíma sínum í að lesa). Þannig að ég, verandi jafn þrjóskur og óþroskaður einstaklinur og raun ber vitni í stóru morðmáli, þá ætla ég að hafa þessa færslu eins langa og ég nenni að skrifa. Það er aldrei að vita nema að ég setjist niður í nótt og bæti við þessa einstalega löngu og leiðinlegu færslu. Ég er ekki að reyna að láta þér leiðast með því að skrifa þetta kjaftæði, heldur er þetta einfaldlega svona "brainstorming-session" hjá einstaklingi í afar vondu skapi (svona ef þú ert ekki búinn að taka eftir því!). Ég hef tekið eftir því að vont skap magnast upp hjá mér ef ég þarf að vera í miklum hita. Af þeirri ástæðu verð ég yfirleitt algjörlega óviðræðuhæfur af leiðindum ef að ég byrja að vaska upp þegar ég var í vondu skapi fyrir. Annars er þetta uppvasksdæmi búið að venjast betur en ég hélt. Þannig er nefnilega mál með vöxtum (10% árlega) að móðir mín hví hví setti það fyrir sig að ég væri ekkert að gera þessa dagana og skellti því á mig öllum uppvasksdögum sem fyrirfinnast á dagatalinu. Ef þú ert að hugsa núna "djöfull getur maðurinn röflað, þetta er huuundleiðinlegt" þá segi ég bara á móti, "af hverju í andskotanum ertu að lesa þetta fíbblið þitt!? ég sagði þé að hætta að lesa svona þúsund línum hér fyrir ofan! Eða tuggði ég það ekki nógu vel ofan í þig???". Já svona getur maður verið andstyggilegur. Annars var færslan sem ég skrifaði í gær (þú manst, sem gaurinn tróð uppí rassgatið á sér? nei annars, auvitað manstu það ekki því það er enginn að lesa þetta lengur!) ekkert það merkileg færsla sko. Málið var bara það að ég var búinn að eyða fullt af tíma í að skrifa hana og var því (vægast sagt) ekki sáttur þegar títtnefndur maður tók þessa mikilvægu ákvörðun í sínu lífi. Það eina sem skipti einhverju máli var það sem ég skrifaði fyrir keppnina okkar Kristins en það bjargaðist því ég mundi svona nokkurn vegin hvernig það var. Keppnin er í styttra lagi þessa vikuna en þeim mun skemmtilegri. Hefur annars einhver gaman að þessari keppni nema ég og Kristinn? (og ég efast um að hann hafi gaman að þessu lengur því ég vinn alltaf! hehehe lúser). Að vísu sagði Hlemmi Racer mér um daginn að hann hafi gaman að henni þannig að það er kanski smá ljós í myrkrinu. Annars er ég búinn að vera lesa sexy loser svoldið mikið undanfarið og er, eins og Jóhann, farinn að vera hræddur um að ég sé svolítið sick. Þessi húmor er bara svo sick að það er ekki eðlilegt! En samt finnst mér þetta ógeðslega fyndið, og ég legg áherslu á ógeðslega. Ef þú ert svona sick þá ráðlegg ég þér að kíkja á sexylosers.keenspace.com og lesa nokkar klippur. Já ég var ekki búinn að segja það, þetta eru myndasögu klippur, nema að það er ekki sjens að nokkurt blað muni birta þetta þannig að ég held að þetta haldi sig bara við netið. Vá, þessi færsla er orðinn svolítið löng. En ég gefst ekki upp! Ef einhver segir mér að hann/hún hafi lesið alla þessa færslu þá verð ég fúll! Damn! Þeir sem nenntu að lesa svona langt eru núna komnir með eitthvað quest að staulsast í gegnum þennan texta. Jæja, bara erfiðara fyrir mig, and I like a challenge! Jæja, núna skánaði skapið örlítið því það er sjens að ég komist á X-mas á morgun. Æi fokkit. Ég nenni ekki að skrifa þessa leiðinlegu færslu lengur. Mér tókst svo vel upp að meira að segja ég er búinn að fá leið á henni. Vonandi var enginn sem nennti að lesa svona langt. Ég lofa að gera þetta ekki aftur... ekki næstu vikuna amk...
..:: mag ::..
blog comments powered by Disqus