miðvikudagur, desember 04, 2002

Ég held að Bond sé að reyna að slá úr xXx! Þessi mynd er stórlega ýkt af Bond mynd að vera meira að segja! Tvær stjörnur fyrir tæknibrellur. Og Halle Berry auðvitað.

Hehehe, afskaplega skemmtileg verðskrá hjá gleðikonu á þessari síðu. Það er greinilega mikil gleði á þeim bænum! Skemmtileg nöfn yfir mismunandi pakkatilboð. Jólatilboð og læti! Ótrúlegt.

Ég sá Trans World Sport í vinnunni í dag og þar var fjallað um "Parcour". Það er íþrótt sem einhver snillingur í Frakklandi fann upp og snýst hún um að komast yfir allar þær hindranir sem eru í veginum. Allt telst sem hindranir og er þetta leikið í úthverfum Parísar. Klifrað er yfir allt hvort sem það eru tré, hús, ruslatunnur eða hvað sem er. Stokkið útum allt og lent mörgum metrum neðar eins og ekkert sé sjálfsagðara! Þetta minnti mig allt of mikið á tarsan-leikinn sem maður var alltaf í í leikfimi í gamla daga! Sveifla sér í köðlum og hoppa yfir áhöld á fullu til að losna undan þeim sem "var hann".
Kvikmyndin Yamakazi eftir Luc Besson fjallar einmitt um gaura sem stunda þessa nýju íþrótt. Auðvitað skellti ég mér útá leigu áðan og tók hana. Mndin er sosem ágæt en þó hefði mátt sýna aðeins meira af gaurunum í aksjón heldur en var gert. Ógeðslega langar mig að geta gert svona! Eða að fljúga, það væri líka gaman. Mig hefur nokkrum sinnum dreymt um að geta flogið og það var það skemmtilegasta sem ég hef gert! Vá hvað það voru góðir draumar. Kanski er bara málið að henda sér í gólfið og gleyma því að maður sé að detta!

Ég hitti stundum fólk sem hefur verið að lesa síðuna mína og ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að það vissi af síðunni! Þannig að ég hvet fólk til að skrifa í gestabókina mína ef það er að koma hérna í fysta skipti eða það hefur ekki enn séð sér fært að gera það!

Ég veit að ég var ekkert búinn að tala um hvað ég fékk útúr áhugasviðsprófinu mínu, og það er ástæða fyrir því. Það voru ósköp ómerkilegar niðurstöður. Helst ætti ég að vera "Broadcaster", semsagt vinna í útvarpi eða sjónvarpi. Mjög mikinn áhuga hef ég á að verða rithöfundur eða ljósmyndari samkvæmt prófinu og stemmir það bara mjög vel. Önnur störf á lista voru t.d. flugfreyja! Eða flugþjónn til að hafa þetta rétt. Líklegt finnst ykkur ekki!? Ef ég nenni að lesa þessa þykku skýrslu almennilega einhverntíman þá verðið þið þau fyrstu til að fá að vita ef það kemur eitthvað merkilegt útúr því. Annars er broadcaster ekkert svo fjarri lagi, því ég er eiginlega búinn að ákveða að kíkja í fjölmiðlafræði og kanksi heimspeki bara líka eftir áramót! Er ekki bara bæði betra?? Shout out hér að neðan!
..:: red 007 ::..
blog comments powered by Disqus