þriðjudagur, desember 31, 2002

Hér verður ekki bloggað aftur...
...á árinu 2002. Ég er kominn aftur til Kebblaíkur eftir fremur tíðindalausa ferð til Akureyris. Ég fór ekki á Lord Of The Rings því enginn nennti með mér. Ákvað frekar að reyna að komast í Lúxus-sal í Álfabakka, en mér er tjáð að það sé auðveldara að fá hjartaígræðslu í Íran heldur en að taka frá miða á sýningu fljótlega. Ég er því á leiðinni til Íran og tjékka hvað ég get gert í málunum og ég er mjög vongóður.

Ef einhver vill finna mig í kvöld, eða í nótt réttara sagt, þá verð ég í samkomuhúsi í Njarðvík sem kennt er við Stapa. Þar munu Will Smith og Tommy Lee Jones leika fyrir dansi. Mér er tjáð að Willi munir rappa og Tommi verði íklæddur gógódansara búning og dansa inní búri fyrir viðstadda. Hlakka ég ómælt til að sjá þetta og mun eflaust æla innyflum af hlátri. Eða einhverju öðru, ég er ekki viss.

Þetta er semsagt síðasta bloggið mitt á þessu ári. Þessu blogg ári mínu verður sem minnst minnst. Minnstar áhyggjur hef ég af því enda er öllum sama hvort ég bloggi eða ekki. Það eru allir svo leiðinlegir sem ég þekki að annaðhvort kíkja þeir á þessa síðu og fara svo án þess að skrifa neitt, chat, gestabók eða comment, eða þá að það mætir bara ekki. Ooog ég hef komist að þeirri niðursuðu að mér er skítsama! Ég myndi örugglega halda áfram að blogga þótt enginn nennti að lesa bloggið mitt. Aðrir segja að þetta hafi nú þegar gerst.

Ég hata pólitík. Ég hef mínar ástæður og tel minn rétt til að hata pólitík alveg jafn mikinn og réttur annars fólks til að stunda hana. Síðar, líklegast fljótlega á nýju ári mun ég kanski gefa upp ástæðurnar fyrir því hvers vegna sú tík sem við pólí er kennd fer í mínar fínustu taugar. En ég er farinn að sturta mig og svo í mat til ömmu og góðvinur fjölskyldunar er víst búinn að kaupa flugelda fyrir 50 þús. kall og ætlar að skjóta þeim upp hjá okkur! Vúppí! Cy'all og GLEÐILEGT ÁR!!!
..:: magchen ::..
blog comments powered by Disqus