mánudagur, desember 23, 2002

Jég ætla að reyna að skrifa eitthvað þótt klukkan sé kortér í fimm á aðfaranótt þorláksmessu! Djöfull er maður klikkaður, akkuru er maður að þessu? Vaka svona og sofa svo af sér daginn!? Þetta er klikkun. Ég sem ætlaði að fara snemma að sofa í kvöld. Það er nú heldur seint í rassinn gripið núna! En ég var samt bara rétt að koma heim. Það er alltaf svo mikið að gera hjá manni sko. Ætli ég geri ekki bara það sem ég er búinn að reyna að forðast hér á þessarri síðu. Renni yfir það sem ég er búinn að vera að gera undanfarið. Af einhverjum ástæðum þá hef ég ekki haft tíma né nennu (flott orð) til að vera neitt í tölvunni. Ég er nottla búinn að vera svo busy, eins og allir eru í desember. Allavega, here it goes.

Coldplay voru geggjaðir. Betri enn í fyrra, og ég veit ekki hvort að það hafi bara verið af því að ég var núna fremst fyrir framan sviðið allan tíman eða hvað því ég var í stúku síðast. En ég hef heyrt þetta frá flestum sem sáu þá í bæði skiptin. Þessir tónleikar voru betri. Og þeir voru líka æðislegir. Nenni ekki að lýsa þessu öllu, þetta var bara allt geggjað. Rosalega mikið lagt í að hafa þetta flott og skemmtilegt, og það tókst bara einfaldlega algjörlega! Ash voru líka mjög góðir og allir mjög ánægðir með þá.
Svo var ég ógisslega duglegur á föstudaginn og tók tvær aukavaktir og skellti mér svo í djammið um kvöldið. Kíkti til Kristins en fór fljótlega til Írisar þar sem var sundpartý dauðans! Það var alveg all svakalega gaman, héngum þar 10 saman í pottinum að bulla og rugla hvert í öðru og hlógum eins og fávitar. Það var ýkt gaman. Svo dró ég Ödda með mér til Kristins (meiri bjór) og þar heilsuðum við uppá liðið. Þar voru allir hinir hressustu og skemmtileg gítarstemning í gangi. Svo drifum við okkur á ballið, þar sem voru heldur fáir. Samt bara nokkuð gaman.
Tók aukavakt eftir hádegi á laugardeginum (dugnaður maður vá!) og var allur hinn hressasti, þótt ég hafi líka verið allur hinn hressasti kvöldið áður líka. Já! Ég gleymdi að segja ykkur snilldar setningu kvöldsins áður. Það var Már nokkur er kenndur er við Guðlaug sem átti hana og var hún á þá leið: "Það er mest lítið af henni...". Var hann að tala um ónefnda manneskju sem er ekki vel í holdum. Þetta kætti mig óheyrilega. Mun ég reyna að koma með setningu dagsins alltaf þegar ég man hér eftir, því það er mjög gaman. Setning dagsins í dag (sunnudags) er: "Hvað er þrisvar sinnum fjórir...?" og ætla ég ekki að minnast á hver sagði þetta, Jómba vegna. Hehehehe. En áfram með laugardaginn. Ég ætlaði í tvö partý þetta kvöld, en komst aldrei í annað þeirra sökum bílaleysis. Enda var mjög gaman hjá Einari Þ. þar sem háskólastrákarnir komu saman og héldur litlu jól með hugvekju, pökkum og tilheyrandi. Björk var heiðursgestur ef svo má segja því hún er búsett í danaveldi og var að sækja Ísland heim rétt yfir það heilagasta. Við spjölluðum öll langt fram á nótt og endaði ég ekki niðrí bæ heldur bara heima uppí rúmi sökum ofþreytu. Hitt partýið sem ég komst ekki í var útskriftarpartý sem nýjasti aðallinn hélt í Garðinum. Vil ég af því tilefni óska Andrési, Eyjólfi og Steinari kærlega til hamingju með stúdentsprófið!
Í dag vaknaði ég og tók enn aðra aukavakt (vá hvað ég er ógislega duglegur!) og enn og aftur var ég eldhress og helvítis skógarhöggsmennirnir höfðu vit á því að halda sig fjarri. Var að koma heim núna eftir að hafa verið hjá Bigga að spila Trivial og Pictionary og svona. Það var voða gaman þótt ég og Einar Freyr höfðum tapað í Pictionary eftir að hafa reynt í klukkutíma eða meira að lenda á endareitnum. Vil ég að þessu tilefni óska Bigga og Jómba kærlega til hamingju með glæstan og óverðskuldaðan sigur.

Vonandi kemst ég yfir þessa öskrandi bloggfælni mína því takmark mitt var og er að uppfæra á hverjum degi. Það takmark helst kanski ekki alveg yfir það allra heilagasta en það er aldrei að vita nema maður taki eitthvað fllipp milli jóla og nýárs og bloggi áttatíu sinnum á dag. Bless og takk, ekkert snakk! (sá fyrsti sem skrifar í comment kerfið hvaðan þessi síðasta setning kemur, fær óvæntan glaðning frá Magga!)
..:: magwind ::..
blog comments powered by Disqus