föstudagur, desember 06, 2002

Hvaða fíbbl var að skrifa í Víkurfréttir? Allavega, sá bráðgáfaði maður var að reyna að tjá sig eitthvað um blogg. Svosem ekkert að því, fyrr en hann fór að tala um uppruna orðsins blogg. Ég veit að það voru fáir sem tóku mikið mark á kenningu minni um upphaf bloggsins, en þess gaur (að ég best veit) var að reyna að fá fólk til að trúa þessu kjaftæði! Hann sagði að orðið 'blog' væri komið af einhverjum latneskum orðum og sögnum og eitthvað rugl! Djöfull er sá hinn sami steiktur. Hann sagðist hafa fengið þessar upplýsingar af vefnum annall.is og tók ég mig til og heimsótti þá síðu. Greinina er þar að vísu að finna en finnst undirrituðum sú grein ekki mjög trúverðug. Þar stendur nefnilega skýrt og greinilega að einhverjir gaurar hafi tekið sig til og búið til orð á grísku og latnesku um blogg. Sannleikurinn er mun einfaldari. Orðið 'Web-log' var notað yfir dagbækur fyrstu bloggarana og skýrir orðið sig sjálft. Web=vefurinn, log=dagbók. Þetta var svo stytt úr 'weblog', í einfaldlega 'blog'.
Þetta sýnir að ekki er auðvelt að taka upplýsingar á netinu sem trúverðuglegar. Eða kanski sýnir þetta bar best vanhæfni fréttamanna Víkurfétta. Skömm að því að það skuli hafa verið mynd af mér í sama tölublaði og sem betur fer var bloggið mitt ekki sett undir þessa þvælu (enda kanski lítil hætta á því). Það er samt svoldið fyndið að í tilefni þessarar fréttar hafa amk tvær stúlkur dregið sig útúr bloggheimum, þær Íris og Gunnhildur. Þær hafa greinilega ekki viljað að almenningur sé að skoða bloggið þeirra! Halló stelpur! Þið voruð nú að birta líf ykkar á netinu! Það er ekki eins og þetta hafi verið mikið leyndarmál! Isss... svona fólk.

Ég sá eðalbíómynd áðan. Það var hin mexíkóska (ég get ekki sætt mig við þetta, mexíkanska hljómar betur) Amores Perros. Fær hún fjórar stjörnur af fjórum mögulegum (fólk sem gefur í fimm-stjörnu-kerfinu er bara skrítið!). Fjallar hún um, jah ýmislegt. En aðallega um hvað lífið getur verið skrítið og erfitt. Kaldhæðnin er mikil oft á tíðum eins og lífið sjálft er. Þremur mismunandi sögum er fléttað ótrúlega vel saman og alltaf koma fram fleiri tengingar. Allt annað í myndinni er ótrúlega vel unnið og hún er frábærlega leikin. Ég og Biggi fórum að tala um eftir myndina að svona myndir væru virkilega bíómyndir, ekki þetta venjulega sorp sem maður lætur mata sig með. Það er í raun skömm að því. Allir að sjá Amores Perros! Nei annars, ekki allir því sumir kunna bara ekki að meta svona myndir. Þeir sem fíluðu Pulp Fiction og Boondock Saints (must see) eiga að sjá þessa mynd!

Könnunin er komin upp um hvort ég eða Kristinn séum betri afhnakkarar! Farðu og lestu báðar sögurnar og kjóstu svo! Þetta er hér að neðan í bláu letri.
Finnst ykkur nýji teljarinn minn ekki kúl?! (Takk Nonni og Elísabet fyrir að sýna mér þetta!)
..:: magchen ::..
blog comments powered by Disqus