X-MAS!
Ég er ekki búinn að fyrirgefa gaurnum hjá blogger.com þannig að ég er ekkert búinn að vera über duglegur að blogga undanfarið. En ég get bara ekki orðum bundist yfir snilld kvöldsins í kvöld.
Í kvöld fór hersing úr Keflavík til höfuðborgarinnar í þeim til gangi að hlusta á rokkgrúppur leika lög sín og jólalög annara. Þetta gerist einu sinni á ári og nefnist þessi æðislega hefð X-MAS. Það voru engar smá hljómsveitir sem voru að spila, og voru þær hver annari betri (í flestum tilfellum). Þær sveitir sem helst ber að nefna sem stóðu sig vel eru Brain Police, Moonstyx, Maus, Botnleðja, Sign, Ensimi, Búdrýgindi, Stjörnukisi og Mínus. Hinir voru ekki að standa sig alveg jafn vel (að mínu mati) og voru það Leaves og Vínill ásamt Singapore Sling sem voru ööömurlegir. Fyrir utan þá, þá voru þessir tónleikar rosalega góð skemmtun og voru allir sem ég talaði við sammála um það.
Sérstaklega komu Brain Police á óvart og voru rosalega góðir. Moonstyx voru líka mun betri en ég bjóst við. Nær allar hljómsveitirnar voru með æðisleg jólalög og toppaði hvert jólalag það sem á undan kom (nema Leaves í endann). Semsagt, snilldar tónleikar og ég er hér með formlega orðinn aðdáandi Brain Police og Moonstyx! :)
Annars lítið að frétta af mér. Nenni ekki að skrifa meir því ég er ööörþreyttur. Jú að vísu, helgin hjá mér verður örugglega eitthvað skrautleg því það er alllt of mikið að gera hjá mér. Tvö partý og útskriftarveisla á föstudagskvöldið ásamt tveimur böllum sem mig langar endalaust mikið á, og þrjú partý á laugardaginn! Þetta verður örugglega bara endalaust gaman! Vúppí!
..:: rock 'n roll magchen ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum