þriðjudagur, desember 24, 2002

<- Aðfaranótt aðfangadags ->

Setning dagsins; "Ég þori að veðja að ég er að grínast!". Systur segja stundum skrítna hluti. Annars hefði setning dagsins líka getað verið frá Joey sem sagði: "...happy thanksgiving." og það var ógeðslega fyndið. Sá nýjustu Friends þættina sem búið er að sýna úti og Þolli náði í á netinu. Nýjasta serían er helvíti fín, byrjar ekki jafn vel og síðasta en sumir þættirnir eru æðislegir og þegar maður sér þá þá langar mann að þessir þættir haldi áfram að eilífu. Eilífu segi ég! Ég elska Friends.
Herbergið mitt er orðið svaðalega fínt fyrir jólin, en ég lagði ekki í að taka skúffurnar í skrifborðinu mínu eða skápana í gegn. Ég er hræddur um að finna einhverjar áður óþekktar lífverur í skápnum mínum. Held að það ætti bara að innsigla hann og leyfa lífríkinu þar að þróast í friði. Kanski væri svo málið að opna hann eftir milljón ár og ég yrði frægur sem gaurinn sem skapaði þróaðasta lífríki í alheimi því hann nennti ekki að laga til í skápnum sínum. Kúl.
Ég er oft að hugsa um orðatiltæki og hvað þau eru fáránleg. Að vísu sný ég ekki bara útúr orðatiltækjum. Ég sný stundum útúr því sem sumir segja. Það er að segja ef þú breytir "stundum" í "alltaf" og "sumir" í "allir!". Ég er orðinn rosalegur í þessu. Ég er alltaf að reyna að hemja mig því ég er örugglega að gera fólk vitlaust með þessu. Ef það er mögulega hægt að skilja eitthvað vitlaust sem einhver segir (og það er alllltaf hægt) þá segi ég það fyrsta sem mér dettur í hug í 70% tilvika. Kanski heldur (eða veit) fólk almennt sem umgengst mig að ég sé eitthvað klikkaður. Ætli ég verði ekki bara að sætta mig við það. Hvað er svona slæmt við að vera klikkaður ég bara spyr!?
Amma spurði í dag hvort ég hafi fitnað. Ég var svoldið hissa svo vægt sé til orða tekið því ég var bara "What the F * * K!!!?". Ég var svona hissa því ég held að ég hafi aldrei verið spurður að þessu áður. Ég var ekkert móðgaður eða neitt, bara stoltur af hreinskilni ömmu minnar. Afi gerði það stundum að ganni sínu að spyrja litlu systur hvort hún væri að fitna því hann vissi að þá má ALLS EKKI segja við stelpur á þessum aldri, og svo skemmti hann sér við að hún væri alveg brjáluð. Já, en svo sagði mamma að ég væri bara orðinn meira þrekinn, og ég var aðeins sáttari við þá skýringu en að ég væri búinn að fitna. Það er þó amk hrós. I hope, nema að mamma hafi verið með svona vörn fyrir mig, "Nei nei, hann er bara orðinn "þreknari"..." (wink wink við ömmu) og hún kinkar kolli. Sjitt, djöfuls samsæriskenningar eru þetta... bíddu... er þetta smá spik sem liggur hérna uppá skrifborðið! Ég sem hélt að mamma hefði keypt þennan fína gelpúða fyrir lyklaborðið! Neeeeeeiii!!!
Jæja, held að ég fari bara að sofa núna svo maður verði nú hress í jólamatinn á morgun og svona! Djöfull verður étið maður! Ég mun éta meira af jólamatnum en sundstelpur éta af sælgæti rétt eftir mót! Og þá er nú mikið sagt skal ég segja þér!!! :) Ó, já, gleðilega aðfaranótt aðfangadags!
..:: hamborgarhryggur... mmm... ::..
blog comments powered by Disqus