( SigurRós )
Í kvöld gerðist merkur atburður. Í kvöld fóru fram fjórðu SigurRósar tónleikar sem ég hef sótt. Og þeir voru hreint út sagt frábærir!!! Váááá hvað var gaman. Ég sat í sætinu mínu og hafði varla augun af sviðinu og trúði varla að sundin sem ég hef beðið eftir í alla þessam mánuði og öll þessi ár væri loksins runnin upp. Og þrátt fyrir miklar væntingar fóru þessir tónleikar fram úr þeim öllum.
Upphitunar atriðið var ekkert sérstakt. Mér þótti það afskaplega fyndið þegar Siggi Ármann ruglaðist í byrjun eins lagsins og sagði "ég byrja bara uppá nýtt!" og Kristinn byrjaði að klappa fyrir þessu mistökum og fullt af fólki í salnum tók undir. Lögin sem hann tók með meðlimum SigurRósar og Anima voru allt í lagi, svoldið sérstök músík (ekki það að SigurRós sé eitthvað normal!). Drengurinn tók ein níu lög og þótti mér það full mikið. Svo kom pása.
Eftir pásuna steig SigurRós á svið fæstum til mikillar furðu. Þeir byrjuðu á þremur fyrstu lögunum af ( ) án þess að stoppa á milli. Þau voru öll ótrúlega flott, og þá sérstaklega fyrsta lagið, Vaka, enda er það í miklu uppáhaldi hjá mér. Fjórða lagið var nýtt, og kom það ekki á óvart að það var alveg frábært. Betri en sum lögin á ( ), og hlakka ég mikið til að eiga það á disk. Það heitir Salka samkvæmt öruggum netheimildum. Þá var komið að Ný batterí af Ágætis byrjun. Það var rosalega flott og öflugt, enda rosalega flott og öflugt lag. Orri var svo duglegur á trommurnar að hann rústaði sneriltrommunni sinni og þurfti að skipta á meðan hinir kláruðu lagið (hans partur var búinn). Njósnavélin fylgdi á eftir og tóku þeir það mjög vel enda væntanlega í góðri æfingu eftir 2ja mánaða túr. Röddin á Jónsa hefur þó verið betri og náði hann ekki allra hæstu tónunum sem ekki voru sungnir af fullum krafti, heldur áttu að vera lágir. Það hafði þó mjög lítið að segja í nær öllum lögunum. Það var nokkuð skondið í Njósnavélinni að hann andaði að sér og ætlaði að koma af krafti inn í lagið, en áttaði sig á því að það átti ekkert að vera þarna í laginu, heldur eftir 8 beat eða svo. Þá fór hann bara að hlægja, en auðvitað heyrðist það ekki, fólkið sem var að horfa á hann akkúrat þá tók eftir þessu.
Svefn-G-Englar voru næstir, og var það nokkuð flott hjá þeim. Ég hef heyrt það áður live og var það flottara þá verð ég nú að segja. Sérstaklega þegar Jónsi söng í gítarinn, það var bara eins og hann væri að syngja í míkrófón, röddin breyttist voða lítið. Það var flottara á Skothúsinu '99, þeir tónleikar voru líka æðislegir. Þótt það hafi einhverntíman verið flottara var það auðvitað geðveikt flott og vel tekið hjá þeim enda hafa þeir spilað það á öllum tónleikum í 3 eða 4 ár eða eitthvað. Næst kom lag sem ég þekki ekki en heitir víst Mílanó. Það var helvíti flott og svoldið sérstakt. Hafssól var næst, og var það alveg frábært. Geggjuð útgáfa af lagi sem var á Von, fyrsta disknum þeirra. Allt tryllist í endann og maður vorkennir næstum hljóðfærunum, en sándið er ekkert smá flott. Orri var aftur alveg á flippinu á trommunum og lamdi svo fast á eina skífuna í lokin að hún þeyttist af trommusettinu og hann þurfti að festa hana aftur. Það hefði átt að standa í auglýsingunni fyrir tónleikana: "Orri úr SigurRós þeytir skífum!".
Olsen olsen er svakalega gott lag og tóku þeir það mjög vel eins og öll hin lögin. Þeir spiluðu sama settið og þeir gerðu á öllum hinum tónleikunum í haust, og eru greinilega orðnir helvíti góðir í því, því þetta rann mjög vel í gegn hjá þeim. Þá var komið að lokalaginu, sem er líka lokalagið á nýja disknum. Það heitir Popplagið og er alveg svakalega gott lag. Ég sat eins og í leiðslu allan tíman, og þegar lokaparturinn kom þegar allt ætlar um kolla að keyra, vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Það var svo ótrúlega öflugt og svo ótrúlega flott að mig langaði að gráta og hlægja og öskra og þegja allt í einu. Mér hefur barasta aldrei liðið svona, þetta var svo svakalega flott og tilfinningaþrungið að ég hef aldrei vitað annað eins. Enda stóðu áheyrendur upp og klöppuðu örugglega í tíu mínútur fyrir þessum æðislegu snilldartónleikum. Hljómsveitirnar komu tvisvar fram til að hneygja sig og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Og sjálfum langaði mér ekki að hætta að klappa, því það þýddi að ég þyrfti að viðurkenna að þessi æðislega kvöldstund væri liðin.
Ég þakka öllum þeim sem komu með mér (ellefu manns) fyrir frábært kvöld, og SigurRós þakka ég fyrir æðislega tónleika. Nú er bara að fara í það mál hvort maður geti ekki reddað sér miðum á showið á morgun líka! Ég fer ef ég kemst, það er engin spurning.
..:: sigurrós fan #1 ::..
Upphitunar atriðið var ekkert sérstakt. Mér þótti það afskaplega fyndið þegar Siggi Ármann ruglaðist í byrjun eins lagsins og sagði "ég byrja bara uppá nýtt!" og Kristinn byrjaði að klappa fyrir þessu mistökum og fullt af fólki í salnum tók undir. Lögin sem hann tók með meðlimum SigurRósar og Anima voru allt í lagi, svoldið sérstök músík (ekki það að SigurRós sé eitthvað normal!). Drengurinn tók ein níu lög og þótti mér það full mikið. Svo kom pása.
Eftir pásuna steig SigurRós á svið fæstum til mikillar furðu. Þeir byrjuðu á þremur fyrstu lögunum af ( ) án þess að stoppa á milli. Þau voru öll ótrúlega flott, og þá sérstaklega fyrsta lagið, Vaka, enda er það í miklu uppáhaldi hjá mér. Fjórða lagið var nýtt, og kom það ekki á óvart að það var alveg frábært. Betri en sum lögin á ( ), og hlakka ég mikið til að eiga það á disk. Það heitir Salka samkvæmt öruggum netheimildum. Þá var komið að Ný batterí af Ágætis byrjun. Það var rosalega flott og öflugt, enda rosalega flott og öflugt lag. Orri var svo duglegur á trommurnar að hann rústaði sneriltrommunni sinni og þurfti að skipta á meðan hinir kláruðu lagið (hans partur var búinn). Njósnavélin fylgdi á eftir og tóku þeir það mjög vel enda væntanlega í góðri æfingu eftir 2ja mánaða túr. Röddin á Jónsa hefur þó verið betri og náði hann ekki allra hæstu tónunum sem ekki voru sungnir af fullum krafti, heldur áttu að vera lágir. Það hafði þó mjög lítið að segja í nær öllum lögunum. Það var nokkuð skondið í Njósnavélinni að hann andaði að sér og ætlaði að koma af krafti inn í lagið, en áttaði sig á því að það átti ekkert að vera þarna í laginu, heldur eftir 8 beat eða svo. Þá fór hann bara að hlægja, en auðvitað heyrðist það ekki, fólkið sem var að horfa á hann akkúrat þá tók eftir þessu.
Svefn-G-Englar voru næstir, og var það nokkuð flott hjá þeim. Ég hef heyrt það áður live og var það flottara þá verð ég nú að segja. Sérstaklega þegar Jónsi söng í gítarinn, það var bara eins og hann væri að syngja í míkrófón, röddin breyttist voða lítið. Það var flottara á Skothúsinu '99, þeir tónleikar voru líka æðislegir. Þótt það hafi einhverntíman verið flottara var það auðvitað geðveikt flott og vel tekið hjá þeim enda hafa þeir spilað það á öllum tónleikum í 3 eða 4 ár eða eitthvað. Næst kom lag sem ég þekki ekki en heitir víst Mílanó. Það var helvíti flott og svoldið sérstakt. Hafssól var næst, og var það alveg frábært. Geggjuð útgáfa af lagi sem var á Von, fyrsta disknum þeirra. Allt tryllist í endann og maður vorkennir næstum hljóðfærunum, en sándið er ekkert smá flott. Orri var aftur alveg á flippinu á trommunum og lamdi svo fast á eina skífuna í lokin að hún þeyttist af trommusettinu og hann þurfti að festa hana aftur. Það hefði átt að standa í auglýsingunni fyrir tónleikana: "Orri úr SigurRós þeytir skífum!".
Olsen olsen er svakalega gott lag og tóku þeir það mjög vel eins og öll hin lögin. Þeir spiluðu sama settið og þeir gerðu á öllum hinum tónleikunum í haust, og eru greinilega orðnir helvíti góðir í því, því þetta rann mjög vel í gegn hjá þeim. Þá var komið að lokalaginu, sem er líka lokalagið á nýja disknum. Það heitir Popplagið og er alveg svakalega gott lag. Ég sat eins og í leiðslu allan tíman, og þegar lokaparturinn kom þegar allt ætlar um kolla að keyra, vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Það var svo ótrúlega öflugt og svo ótrúlega flott að mig langaði að gráta og hlægja og öskra og þegja allt í einu. Mér hefur barasta aldrei liðið svona, þetta var svo svakalega flott og tilfinningaþrungið að ég hef aldrei vitað annað eins. Enda stóðu áheyrendur upp og klöppuðu örugglega í tíu mínútur fyrir þessum æðislegu snilldartónleikum. Hljómsveitirnar komu tvisvar fram til að hneygja sig og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Og sjálfum langaði mér ekki að hætta að klappa, því það þýddi að ég þyrfti að viðurkenna að þessi æðislega kvöldstund væri liðin.
Ég þakka öllum þeim sem komu með mér (ellefu manns) fyrir frábært kvöld, og SigurRós þakka ég fyrir æðislega tónleika. Nú er bara að fara í það mál hvort maður geti ekki reddað sér miðum á showið á morgun líka! Ég fer ef ég kemst, það er engin spurning.
..:: sigurrós fan #1 ::..