mánudagur, desember 09, 2002

Magchen is ready for action! Can you handle a fraction of Machen's action?

Ég sá þátt sem var bara fyndinn áðan. Það er svo mikið af snilldar þáttum á Paramount Comedy að það hálfa væri helmingi meira en hellingur. Áðan sá ég þátt sem heitir því góða nafni The Sketch Show og vakti hann gríðar lukku fyrir líkamsstarfsemina mína því hláturtaugarnar í mér nötruðu sem aldrei fyrr, ég var við það að míga í mig af hlátri, og sumt var svo fyndi að ég ældi um alla stofu. Nei, nú má ekki ýkja svona mikið, en þátturinn var helvíti fyndinn engu að síður. Dæmi: Sölumaður bankar og kona kemur til dyra:
Sölumaður: I'm a fruitcake salesman!
Kona: What do you sell??
Sölumaður: Shoes! Aaargh!!! Bleah! Swoop! Weeee!
(kanski var þetta svona "you had 2 b there" dæmi, en sölumaðurinn öskraði þetta með miklum tilþrifum því hann var jú "fruitcake" sölumaður. Múhahahahaha!)
Ég rakst á annan þátt um daginn (að vísu var það um nótt, akkuru er ekki hægt að segja "um nóttina" eins og "um daginn"??) sem var eiginlega ennþá fyndnari. Hann hét The Bill Plympton Shorts og var svona stuttur þáttur þar sem eitthvað eitt eða tvennt er tekið fyrir í einu. Þetta er teiknað. Í þættinum sem ég sá voru bæði 25 ástæður hvernig á að hætta að reykja og líka 25 aðferðir við að njóta kynlífs. Þetta var ógeðslega fyndið, allt ýkt alveg svakalega, og róleg rödd í bakgrunninum að lýsa því sem var að gerast á ýkt fyndinn hátt án þess að æsa sig yfir því. Ég hélt ég myndi vekja alla á heimilinu, því helst langaði mig að hlægja eins hátt og ég gat en mér tókst að halda aftur af mér. Ég held annars að mér verði hent útá götu bráðum. Þegar ég og Þolli horfðum á Kung Pow þá hlógum við svo hátt að við héldum vöku fyrir öllum á heimilinu!

"This is a journey into sound. A journey witch will bring you new colors, new dimentions, new values."
Kanski er þetta einhver klisja sem svona staðir setja fram en mér fannst þetta amk kúl. Þetta var skrifað stórum stöfum á vegg á Flauel, nálægt dansgólfinu það sem fólk dillaði sér við harða house og techno tónlist sem hugarástandsmaðurinn DJ Frímann þeytti úr massívum hátölurum staðarins. Það er ekkert leiðinlegt hljóðkerfi þarna, og þótt það skipti minna máli þá er ljósashowið ekki af verri endanum heldur. Ég held að það sé engin spurning að þennan stað mun ég heimsækja aftur. Újeee...

Ég vildi að ég ætti litla kristalskúlu sem segði mér hvað í andsk**** ég mun gera í framtíðinni. Eða... nei annars, er það bara ekki það skemmtilegasta við lífið, að það skuli koma á óvart. Þessar pælingar eru farnar að minna mig á Ástæður alls. Ég skrifaði framhald af því, ekki alveg sömu pælingar, reyndar allt aðrar pælingar, en jafn heimspekilegar samt held ég. Ég var ekki alveg jafn ánægður með útkomuna úr því eins og ástæðunum, þannig að ég leyfði engum að lesa það. Kanski ætti ég að leyfa fólki að kíkja á það svona uppá grín. Jájá, hér með lýsi (lýsi?) ég eftir fólki sem vill lesa grein 2 og segja mér hvort það sé eitthvað vit í því og hvort ég eigi að birta það hérna líka. Skilyrði er að fólk hafi lesið ástæðurnar.
..:: mag pow ::..
blog comments powered by Disqus