"Ég gæti fyllt þessa kókflösku með typpinu á mér!!"
Já það var bara helvíti gaman í gærkvöldi. Jómbi hringdi í mig rúmlega átta og minnti mig á tónleikana með Jönu og pabba hennar. Ég var nottla búinn að steingleyma þeim, en hann kom og sótti mig og við kíktum á tónleikana. Það var bara mjög skemmtilegt, þau sungu saman og hann spilaði á gítar, næstum allt lög sem hann hefur samið sjálfur. Eftir tónleikana skutlaði Jómbi mér bara heim því hann var að fara í eitthvað Samfylkingarpartý og mér, mesta antipólitíkusi í heimi, var auðvitað ekkert boðið. (að vísu var Linda búin að bjóða mér en ég hefði samt ekki verið velkominn held ég...)
Ég fór bara að nördast eitthvað á netinu þangað til Þolli hringdi í mig kl. 12. Þá fórum við á rúntinn og tókum Hlyn með. Okkur þótti þetta nú frekar slappt laugardagskvöld þannig að við ákváðum að reyna að redda okkur í bæinn. Það endaði með því að Kristinn skáti og Árni Dojojong skutluðu mér og Þolla í bæinn á meðan við helltum í okkur á brautinni. Klukkan var orðin rúmlega þrjú þegar við lögðum af stað úr Kebblæk. Stefnan var tekin á Flauel eftir einn Laugarvegsrúnt. Þar héldum við Þolli okkur til sex og dönsuðum eins og mondgó við taktfasta tekknó tónlist eins og okkur er lagið. Það var helvíti gaman og passlega fátt á staðnum þannig að maður hafði hellings pláss til að hreyfa skankana.
Auðvitað fer enginn heilvita maður á djamm í bænum án þess að enda á Esso í Hafnarfirði og létum við ekki okkar eftir liggja á Esso nema Þolli sem fugladritaði um allt gólf mér og Kristni til ómældrar ánægju og yndisauka. Sjoppan var full og allir rónarnir gláptu á okkur eins og við værum skrítnir. Ég var kominn heim um það leyti sem ég skrifaði síðustu færslu hérna, semsagt að ganga átta. Þetta sannar að það er aldrei of seint í rassinn gripið þegar djamm er annars vegar.
4 dagar í SigurRósar tónleika.
16 dagar til jóla.
..:: christmag ::..
(ps: söguna um tiltiinn fáði ekki að heyra. hehehehe...)
Halló heimur!
Fyrir 2 árum