þriðjudagur, desember 10, 2002

The Royal Tenenbaums er skemmtileg mynd. Hún fær þrjár stjörnur fyrir frábæran húmor og persónusköpun.
Oh!! Helvítis! Ég var á IMDB og var að skoða info um myndina. Kíkti á gaurinn sem ég kannaðist við og vissi að hann hafði leikið í Freaks&Geeks... Og vitiði hvað!!? Það er hætt að framleiða þessa æðislegu þætti! Meira að segja löngu hætt. Þeir voru gerðir '99 og það var ekki einu sinni gerð heil sería. Bara 18 þættir og þeir verða örugglega aldrei sýndir aftur. Djöö maður. Þessir þættir voru frábærir. Jæja, þið sem misstuð af þeim fáið líklega ekki tækifæri til að sjá þá. 2 bad 4 u! Þótt IMDB (Internet Movie Database) sé nú algjör snilldar síða þá kemur hún greinilega stundum með slæmar fréttir.
Arne er með skemmtilegar pælingar í dag sem endranær.

Ef þú ert kjélling, stelpa, hnáta, rauðsokka, eða af öðrum óæðri kynstofnum, þá langar þig kanski ekkert að lesa áfram...:
Ég og Biggi fórum að tala um kjéllingar og hvernig þær vita ekkert hvað þær vilja (vegna hluta í myndinni). Og við komumst að niðurstöðu. Kjéllingar vita ekkert hvað þær vilja! Þetta er engin spurning. Og það sem verra er, það er ekki hægt að segja þeim hvað þær vilja eða hvað þá að láta þær viðurkenna að þær vita ekkert hvað þær vilja. Ég viðurkenni vel að karlmenn eru oft á tíðum lokuð bók (eða í sumum tilfellum óskrifuð) enda er það eðli mannsins. Maðurinn er orðinn svo miklu æðri öllu öðru lífi sem þrífst á þessar pínulitlu plánetu að hann er búinn að gleyma dýrslegu eðli sínu.
Ég er ekki að segja að við eigum að hætta að ganga í fötum og sveifla okkur í trjám. Hættu að snúa útúr því sem ég er að segja. Málið er bara að við erum ekki flókin dýr. Eða við eigum að minnsta kosti ekki að vera það. En svo búum við okkur til þetta plebbalíf sem við lifum öll og aðlögumst því bara ágætlega. Þetta flækir okkur og okkar tilfinningalíf óneitanlega mikið. Við teljum okkur vera ótrúlega merkilegar og flóknar lífverur og erum það eflaust, en við erum samt bara dýr. Dýr með hvatir. Ég er ekki bara að tala um kynferðislegar hvatir, hvað þarf ég að segja þér oft að hætta að snúa útúr fyrir mér!? Allvega, ég var að tala um hvatir. Ætli það sem við köllum tilfinningar sé ekki bara komið til af hvötum. Hvötum til að elska, vera hamingjusöm, lifa af og fjölga okkur. Karlmenn eru enn með sitt á hreinu. Þeir vita amk nokkurnvegin hvað þeir vilja. En konur eru búnar að flækja málin svo mikið að þær eru orðnar algjörlega villtar í sínum eigin tilfinninga heimi og vita sjaldnast sjálfar hvað snýr upp eða niður. Því er ómögulegt að lesa þær eða sjá fyrir hvað þær munu gera eða hvernig þær muni bregðast við. Þeir karlmenn sem halda að þeir skilji nokkurnvegin hvernig kjéllingarnar virka og hvernig þær hugsa, þá eru þeir að misskilja allt saman og lifa í sjálfsblekkingu.
Ég veit að þú skildir fátt af því sem ég var að reyna að koma frá mér, enda var þetta hálfgert brainstorm. Niðurstaðan er sú að við erum bara dýr. Viðurkenndu það bara, þegar ég segi orðið dýr þá hugsar þú um það sem eitthvað óæðra þér. Við setjum okkur á háan stall og höldum að heimurinn snúist um okkur þegar staðreyndin er sú að við erum bara heppin að hafa allt þetta í höndunum. Auðvitað eigum við hrós skilið fyrir að komast svona langt í þróuninni, eða hvað? Er það eitthvað okkur að þakka?
Ég kenni flækjunni sem við lifum í, bæði tilfinningalegri og samfélagslegri flækju, of hraðri þróun. Manneskjur eru félagsverur, því verður ekki neitað. En kommon, það sést bersýnilega að við höndlum ekki að búa í svona stóru samfélagi! Og þegar ég segi samfélag þá er ég að tala um allar þjóðir allra landa heims, því heimurinn er orðinn svo lítill með tilkomu allrar þessarar tækni.
Og er ég með töfralausn á öllum þessum vandamálum? Auðvitað ekki, því þá væri ég ekki einhver nóneim gaur á Íslandi að blogga fyrir nokkra vini sína. En ætli við getum samt ekki hætt að flækja hlutina svona og reynt eftir bestu getu að fylgja samvisku okkar. Ég efast samt um að það virki því samviska okkar er akvæmi nútíma lífsstíls og verður ekki breytt úr þessu.
..:: red ::..
blog comments powered by Disqus