
VÁÁÁ!!! Úff... ég hef bara aldrei lent í öðru eins! Ég var að blogga, semsagt skrifa þetta hér fyrir ofan og þess á milli að spjalla við Einar Þ. á MSN, og svo var ég að hlusta á Coldplay á mp3 disk sem Þolli vinur minn á. Og þá heyri ég eitthvað bang! Spái ekkert í það, en svo fær Chris Martin söngvarinn í Coldplay þetta líka svakalega hikstakast! Ég loka WinAmp og opna geisladrifið og þá er bara lítill bútur af disknum í drifinu! Geisladrifið mitt tók sig til og sprengdi diskinn í loft upp!! Vá, ég hallaði tölvunni og þá duttu út nokkrir bútar í viðbót, en stærsta hlutann sem var helmingurinn af disknum þurfti ég að fiska út með puttunum! Diskurinn liggur nú hér fyrir framan mig í sex bútum! Ég held að tölvan mín sé að segja mér að fara ekki á Coldplay. Ég ætla samt ekki að hlusta á hana. Þótt ég hafi ekki fengið nægilega upphitun fyrir Coldplay því diskurinn sprakk, þá verð ég galvaskur fyrir framan sviðið og öskra með öllum lögunum sem ég kann þar til Chris segir mér að þegja. Ég er að spá í að segja honum þessa sögu, "hey Chris, my computer really hates you!!". Hvað ætli hann myndi segja? Hvernig getur maður reddað sér baksviðspassa!?
Og Þolli, sorry. Ég vona þín vegna (og mín vegna!) að þú eigir backup af þessum lögum. Hehehehe...
..:: coldmag ::..