mánudagur, febrúar 28, 2005

Smá skilaboð

Ég vakti í alla síðstu nótt til að sjá Óskarsverðlaunin í beinni. Þetta var fínasta hátíð, Chris Rock var fyndinn og Million Dollar Baby vann allt. Sem er skemmtileg tilvilijun því það er eina myndin sem var tilnefnd sem besta mynd sem ég á eftir að sjá! En ég er löngu búinn að dánlóda henni og mun bæta úr þessu áhorfsleysi fljótlega.

Ég er búinn að vera að berjast við eitthvað leiðinda kvef undanfarið og hósta daginn út og inn. Nenni ekki til læknis því það kostar peninga og þeir skilja ekki íslensku. Vonandi lifi ég af veturinn. Sem ætti ekki að vera mikið lengri því samkvæmt minni spá þá mun vora á föstudaginn! Allur snjórinn verður farinn og það tekur að hlýna gríðarlega og fólk mun kenna gróðurhúsaáhrifunum um. En þetta er allt samkvæmt planinu mínu.

Ég bætti við fídus á síðuna mína í dag. Ef þú kíkir í dálkinn hér ofarlega til hægri þá sérðu link sem heitir Senda mér SMS. Það er nú alls ekki augljóst hvað þessi linkur gerir en ég get svosem sagt þér það. Hann leiðir þig inná síðu þar sem þú getur sent frítt SMS til Danmerkur. Númerið mitt kemur sjálfkrafa í númera reitinn þannig að þú skrifar bara til mín Besked og sendir! Það er svo sjaldgæfur atburður að ég fái SMS að ég verð að grípa til ráðstafana. Ekki gleyma að skrifa undir skeytið. :)
Maggi.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Snjór snjór skín á mig

Danmörk og fleiri nágrannalönd í Evrópu eru á kafi í snjó og Kolding fékk sinn skerf. Að vísu hefur maður auðvitað séð mun meiri snjó og verra veður heima á Íslandi en Danirnir eru greinilega hræddari við þetta en við. Strætó gengur ekki og skólum er lokað. Við áttum að vinna tveggja daga verkefni með viðskiptaskólanum hér í bæ en það er búið að fresta því og því breyttist fimm daga fríið í sex daga frí. Það verður samt skóli á föstudaginn, en svo kemur helgi! Frekar skrítið verð ég að segja.

Í gær labbaði ég niðrí bæ í snjókomunni og kíkti í heimsókn til Elvu og Láru. Þar fékk ég að borða alveg ótrúlega góðan pestókjúkling með hrísgrjónum og salati og ís í eftirrétt með mars-íssósu. Mmmm mmm mmm! Ég borðaði auðvitað allt of mikið en þetta var líka alveg hrikalega gott. Takk fyrir mig aftur! :)
Maggi.

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Konudagur

Haldið var uppá konudaginn með pompi og prakt á Knud-Hansensvej í dag. Eða réttara sagt var bökuð sjónvarpskaka og horft á Friends í allan dag. Annar dagurinn í fimm daga helginni fór semsagt í mikla leti og sjónvarpsgláp. Á morgun mun ég svo bretta upp ermarnar og vinna fyrir skólann í verkefnunum sem eru í gangi núna. Til hamingju konur!
Maggi.

laugardagur, febrúar 19, 2005

Enginn flottur jakki... og týnd peysa

Það var hörkufjör í gær og stelpurnar stóðu sig með prýði. Að vísu var ekki margt um manninn á Pitstop aldrei þessu vant og því reyndist stundum erfitt að halda fólkinu á gólfinu. Ég fékk ekki að heyra lagið mitt sem Fjóla systir kynnti mig fyrir í jólafríinu, Flottur jakki með Ragga Bjarna. Það hefði verið geggjað að fá að dansa við það á útlenskum skemmtistað. Kannski fæ ég það næst ef stelpurnar spila aftur. Peysan mín var svo eitthvað að stríða mér og ég fann hana hvergi og komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði ekki komið með hana frá Munkegade þar sem ég byrjaði kvöldið. Það reyndist svo rétt. Það var reyndar alveg brilliant að mæta þangað en Rósa segir snilldarlega frá því á blogginu sínu þegar við grenjuðum úr hlátri yfir rottum með sogskálar.

Við erum búin að vera að prenta út myndir til að hengja upp á veggina hjá okkur hérna í íbúðinni. Og engar smá myndir heldur! Myndir sem fylla heilu veggina. Einar Þ. benti mér á snilldar heimasíðu sem 'rastar' myndirnar manns og maður getur prentað þær út eins stórar og maður vill! Það kemur mjög vel út og ég mæli með að fólk prófi þetta. Ég skal taka myndir af afrakstrinum okkar og setja hér á síðuna.
Maggi.

Heimsreisuhugsanir

Reglulega sé ég eitthvað sem minnir mig á heimsreisuna mína og Bigga, eða þá að ég hugsa um hana að því er virðist uppúr þurru. Við upplifðum svo ótrúlega margt, sáum svo rosalega magnaða huti, kynntumst svo skemmtilegu fólki og lentum í algjörlega nýjum aðstæðum sem við þurftum að spinna úr. Og í hvert skipti þá fer um mig góð tilfinning og ég brosi út af eyrum og er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa þetta ævintýri. Ég veit að þetta á eftir að vera í huga mér allt mitt líf og myndi ég ekki skipta á þessari reynslu fyrir neitt annað. Mér finnst að allir sem halda að þeir hefðu gaman af svona ævintýri ættu að reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að gera það að veruleika. Ég lofa, það er þess virði. Ef ykkur langar að skoða myndirnar okkar eða lesa ferðasöguna þá er það allt enn á netinu. :)
Maggi.

föstudagur, febrúar 18, 2005

DJ Lárelva in da house!!!

Það skal enginn segja að lífið hér í Kolding sé ekki viðburðaríkt! Í kvöld hefst samstarf tveggja ungra stúlkna á fleygiferð inní frægðina. Þær verða plötusnúðar á Pitstop sem er skemmtistaður niðrí bæ sem er mjög vinsæll meðal skólafélaga okkar og hann er iðulega fullur af fólki. Þær munu þeyta skífum í alla nótt og halda uppi gríðarlegri stemmningu og verða eflaust heimsfrægar á einni nóttu! Þið munið vonandi eftir mér stelpur þegar þið eruð farnar að ferðast um heiminn og troða upp á íþróttaleikvöngum og útihátíðum.

Í dag hófst helgi sem er í lengri kantinum. Við eigum ekki að mæta aftur í skólann fyrr en á fimmtudaginn og meira að segja þá förum við ekki uppí skóla heldur í IBA sem er viðskiptaskóli hér í bæ. Þar munum við vinna tveggja daga verkefni með nemendum úr þeim skóla og eru peningaverðlaun fyrir besta verkefnið sem skilað er inn. Það verður unnið í fimm manna hópum ef ég man rétt og verðlaunin eru 1000 kr. danskar sem er svosem ákaflega lítill peningur. Það er þó alltaf skemmtilegra að hafa eitthvað til þess að vinna og auðvitað er stefna mín að leiða hópinn minn til sigurs! Vonandi verður helgin þín viðburðarík og skemmtileg, eða þú kýst það heldur þá vona ég að hún verði mjög viðburðalítil og þú fáir að liggja í leti fram á mánudag.
Maggi.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

New look

Deginum í gær eyddi ég í að búa til nýtt útlit á síðuna mína blessaða í stað þess að vera að gera heimasíðu fyrir Matsushita eins og ég hefði kannski átt að gera. En það er ekki sama heimasíðugerð og heimasíðugerð... eða hvað? Kannski bara málið að annað þarf ég að gera en hitt langaði mig bara að gera. Og auðvitað gerir maður það sem mann langar frekar en það sem maður þarf! Meira að segja þótt það sé nokkurn vegin sami hluturinn. En ég er amk sáttur við afrakstur dagsins. Hvað finnst þér um þessa breytingu? Prófaðu að smella á Refresh.

Í dag fengum við mjög skemmtilegan fyrirlesara í skólann til okkar frá Copenhagen Insitute of Design eða eitthvað álíka. Hann er amk rosalega klár kall og veit all um hönnun á heimasíðum. Hann kenndi okkur alveg helling og sendi okkur svo til að gera verkefni. Verkefnið fólst í því að við fengum einn klukkutíma í að endurhanna einhverja heimasíðu á netinu. Hann var mjög ánægður með mig og Lárelvu sem vorum saman í hóp og sagði að við gætum jafnvel bara selt hugmyndina okkar! Við endurhönnuðum síðu einhvers skartgripafyrirtækis sem er staðsett í Hong Kong. Við ætlum bara að taka hann á orðinu og senda fyrirtækinu breytingarnar okkar og spyrja hvort þeir vilji gefa okkur peninga fyrir að taka vefinn þeirra í andlitslyftingu. Það væri ekki slæmt! En ég er svona mátulega bjartsýnn á að þeir samþykki það. Ég yrði meira að segja ánægður ef við fengjum svar við póstinum okkar hvað þá meira.
Maggi.

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Valentine

Í gær var Valentínusardagurinn. Það sem meira er að Fjóla á afmæli þann dag (til hamingju aftur litla sys!) og í gær til að fagna þessum tilefnum bakaði ég köku. Tilraunastarfsemi mín í eldhúsinu heldur áfram og útkoman var ekki síðri en þegar ég tók mig til og bakaði bollur fyrir bolludaginn. Bökuð var ofur-súkkulaði kaka, og þrátt fyrir að hún hafi verið mjög bragðgóð þá gat ég bara borðað hálfa sneið og var þá kominn með sykur-overdose. Ef ekki hefði verið fyrir þrjár stúlkur sem hjálpuðu mér að spísa þessa ljúffengu köku þá hefði varla sést á henni. En það er samt hálf kakan eftir og mun eflaust taka dágóðan tíma að klára hana.

Ég er kominn með nýtt e-mail. Ég nota samt enn hin gömlu en er að spá í að skipta rólega yfir í þetta nýja. Það er nebbla soldið sniðugt, heitir G-mail. Það er svosem ekkert nýtt, byrjaði síðasta sumar ef ég man rétt, en ég var að prófa það í fyrsta sinn í vikunni og líkar vel við það. G-mailið mitt er svipað og gamla Hotmail addressan, maggisv@gmail.com. Endilega sendið mér Gmail! Það er mjög skemmtilegt að skiptast á lögum með því, því maður hefur 1 gígabæt í pláss og hvert viðhengi má vera allt að tíu megabæt. Gaman að fá tónlist í tölvupósti. :)

Er ekki kominn tími á að hressa aðeins uppá útlitið á þessari blessuðu síðu? Það held ég. Bíðið spennt.
Maggi.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

On with the butter!!!

Þetta fann ég á einhverri heimasíðu:

# The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.
# I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.
# Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.
# I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.
# Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð.
# Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.
# He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.
# She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
# He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
# I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
# On with the butter!!! = Áfram með smjörið!


Þessar þýðingar hér fyrir neðan hef ég heyrt frá fólki sem ég þekki. Það var mikið gert af þessu á síðustu Hróarskelduhátíð! Það var ótrúlega fyndið. Vildi að ég gæti munað meira af því.

# It costs shit and cinnamon. = Það kostar kúk og kanil.
# Are you from you?! = Ertu frá þér?!
# Want to bet? Shit and chains. = Viltu veðja? Kúkur og keðja.
# What time is it? Shit on your finger. = Hvað er klukkan? Skíttá puttann.
og þessi er endalaus snilld (takk Jóhann):

# What's in a corridor? = Hvað er í gangi?

Sá sem er fyrstur til að þýða þetta fær fría helgarferð útí sjoppu:

It lies in the eyes upstairs that it walks no road to have up throws and down walks in the firehouse!

Og endilega koma með fleiri þýðingar. :)
Maggi.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

KúkafýluKoldingKrapp

Ekki er öll geðveikin eins. Ég hélt að það væri ansalegt þegar fólk í sama herbergi talaði saman á MSN en það er enn skrítnara þegar fólk í herbergi hlið við hlið talar saman á Skype! Já, ég er semsagt á Munkegade hjá klikkuðum kellingum sem heita sama nafninu, Lárelva. Ég sat heima í allan dag og starði á tölvuskjáinn minn og átti að vera að hanna heimasíður fyrir föstudaginn en það gekk rosalega illa. Það er eins og með að skrifa eða vera frumlegur á einhvern hátt, það er bara ekki hægt þröngva sér í þann fílíng. Ég færði mig því yfir á Mungegade til stelpnanna og ætlaði heldur betur að taka mig saman í andlitinu og búa mér til portfolio. En nei nei, fíbblagangurinn í þeim er ekki til þess að búa til mikið sköpunarandrúmsloft þótt hann sé mjög fínn í að koma sér uppúr fýluskapi. Það er líka kúkafýla yfir öllum bænum af einhverjum ástæðum, eins og einhver hafi tekið sig til og borið mykju á allar göturnar. Það er eins gott að andinn komi yfir mig á morgun því við eigum að skila fyrstu prototýpunum á föstudaginn.

Og smá update á fátæka-manninum-í-Danmörku. Það gengur mjög vel! Ég er ekki búinn að eyða krónu síðan ég komst að þessu. Hvorki danskri né íslenskri. Er að spá í að fara í fyrsta skipti í Aldi á morgun, sem er súpermarkaður ofurfátæka fólksins. Ég ímynda mér að það sé eins og sambland af Kolaportinu og Bónus, nema ódýrara og meira af pakki. Það verður spennandi innkaupaferð, markmiðið er að kaupa alveg fáránlega mikið en fara ekki yfir hundrað krónur danskar. Svo fer ég ekki aftur útí búð fyrr en eftir viku. Sjáum til hvernig þetta gengur! :D
Maggi.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Danish dentist does dangerous drilling

Ég fór til tannlæknis! Alveg eins lykt, annað tungumál. Ég talaði nú samt ensku við hann svo ég myndi nú örugglega ekki misskilja neitt sem hann sagði, en það var svosem lítil hætta á því því hann sagði mest lítið. Hann var rosalega snöggur að laga í mér tönnina, reyndar óþægilega snöggur því mér fannst eins og hann hefði getað vandað sig meira. En tönnin er í lagi. Ég gef henni fram að helgi áður en hún brotnar aftur. Vonandi brotnar hún samt það lítið að ég þurfi ekki að fara strax aftur til tannlæknis og eyða öllum peningunum mínum í það.

Þetta kostaði að vísu ekki mjög mikið, en ég var að komast að því að "allur peningurinn minn" er sorglega lítil upphæð. Eftir að ég er búinn að borga fasta liði (leigu, hita, rafmagn, vatn, internet, strætó) á ég fimmtán þúsund krónur eftir á mánuði fram á sumar. Það er þriðjungur af því sem ég átti eftir á mánuði fyrir jól. Ég þarf því heldur betur að herða sultarólina ef ég ætla ekki að steypa mér í enn frekari skuldir við bankann. Nema að ég reyni að redda mér vinnu í vefhönnun. Ég er einmitt byrjaður á portfolio-inu mínu sem er nauðsynlegt hverjum hönnuði. Ef þú þekkir einhvern sem langar að eignast heimasíðu fyrir lítinn pening þá er ég til. :) Þetta verður fróðlegt ár.
Maggi.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Bolla bolla bolla

Ég var mjög stoltur af sjálfum mér í dag. Ég fór að baka í tilefni bolludagsins sem er á morgun. Og útkoman var frábær! Eitthvað var ég búinn að heyra að það væri erfitt að baka vatnsdeigsbollur en frumraun mín í þeim efnum gekk ótrúlega vel. Bollurnar féllu ekki og voru feyki bragðgóðar! Núna þarf maður bara að redda sér einhverjum uppskriftum og halda áfram á þessari bökunarbraut úr því að maður er undrabarn í eldhúsinu. Gleðilegan bolludag.
Magnús.

laugardagur, febrúar 05, 2005

Captain Half-Tooth

Það er naumast að lukkan eltir mann á röndum í tannamálum. Ég er búinn að vera að berjast við brotna framtönn í sex ár eða eitthvað, amk mjög lengi, og hún vann nýjasta bardagann með miklum yfirburðum. Hún tók uppá því að brotna meira en hún hefur nokkurntíman áður brotnað og fólk lítur undan þegar það sér mig svo það þurfi ekki að horfa á ósköpin. Málið er að brotið var alltaf svo lítið að fyllingin sem tannlæknirinn kom fyrir náði svo lítilli festu að hún brotnaði alltaf af strax aftur. En þetta var aldrei það rosalega greinilegt að mér var nokkuð sama. En núna er þetta sko sjáanlegt í tólf kílómetra fjarlægð (við gerðum próf á því í gær).

Það er því ekkert annað að gera en að heimsækja tannlækni og eyða öllum peningunum sem ég á ekki í það. Yndislegt alveg hreint. Maður getur svosem ekki kvartað. Ég er mjög ligeglad með þetta mál þótt það sé alltaf gaman að röfla aðeins á blogginu sínu. Á meðan maður er ekki að glíma við stærri vandamál en þetta þá má maður vera þakklátur. Það finnst mér vera hugsunarháttur sem allir ættu að tileinka sér. Sumir gera varla annað en að kvarta yfir því sem er að og eyða engum tíma í að vera ánægðir með það sem þeir hafa. Þetta hljómar kannski hallærislegt en þetta er samt svo mikilvægt. Always look on the bright side of life. Flauti flauti flaut.
Maggi.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

We might live like never before

Don't stop writing she said. Don't stop. It hadn't occurred to him actually. He was writing all the time, even when he was not in front of his typewriter or had a pen in his hand. When he was walking on the beach or dining at his favorite hot dog stand he was writing about the salt in the air and the faint musk of women's perfume that he could have sworn came from the hot dog vendor.

But not all his thoughts eventually made it to that blank sheet of paper in his typewriter. As a matter of fact, most of them disappeared soon after they were born. It wasn't really that he was lacking ideas, he had too many. He had so many that he constantly thought that the next one would be better than the one before. Sometimes they were, sometimes they were not. But in this constant flow of ideas in his head the best ones got lost in the current without ever getting recognized.

Little did he know that the draft of the article he wrote two weeks ago and ended up in his trash can would have been published in a national magazine that spring if he hadn't felt that the 'spark' was gone after only an hour. But she believed in him. She always had and in spite of that they had had their differences over the years he knew that she would always be there for him. If she only knew...

[never] to be continued...

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

[kvik]myndir

Nú er ég búinn að setja inn fleiri myndir, í þetta sinn frá prófloka partýunum tveimur. Fyrst eru myndir frá partýinu hjá Gústa og svo Beach partýinu mikla þar sem allir mættu með sólgleraugu og í strandfatnaði. Smelltu hér til að sjá myndirnar!

Senn líður að Óskarsverðlaunum og auðvitað verður maður að vera vel inní þeim málum ef maður á að getað kallað sig áhugamann um kvikmyndir. Því er um að gera að ná sér í flestar myndirnar sem eru tilnefndar og horfa á fyrir kvöldið mikla. Hér geturu séð hvaða myndir eru tilnefndar. Þá vantar bara popp og kók! :)
Maggi.