þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Valentine

Í gær var Valentínusardagurinn. Það sem meira er að Fjóla á afmæli þann dag (til hamingju aftur litla sys!) og í gær til að fagna þessum tilefnum bakaði ég köku. Tilraunastarfsemi mín í eldhúsinu heldur áfram og útkoman var ekki síðri en þegar ég tók mig til og bakaði bollur fyrir bolludaginn. Bökuð var ofur-súkkulaði kaka, og þrátt fyrir að hún hafi verið mjög bragðgóð þá gat ég bara borðað hálfa sneið og var þá kominn með sykur-overdose. Ef ekki hefði verið fyrir þrjár stúlkur sem hjálpuðu mér að spísa þessa ljúffengu köku þá hefði varla sést á henni. En það er samt hálf kakan eftir og mun eflaust taka dágóðan tíma að klára hana.

Ég er kominn með nýtt e-mail. Ég nota samt enn hin gömlu en er að spá í að skipta rólega yfir í þetta nýja. Það er nebbla soldið sniðugt, heitir G-mail. Það er svosem ekkert nýtt, byrjaði síðasta sumar ef ég man rétt, en ég var að prófa það í fyrsta sinn í vikunni og líkar vel við það. G-mailið mitt er svipað og gamla Hotmail addressan, maggisv@gmail.com. Endilega sendið mér Gmail! Það er mjög skemmtilegt að skiptast á lögum með því, því maður hefur 1 gígabæt í pláss og hvert viðhengi má vera allt að tíu megabæt. Gaman að fá tónlist í tölvupósti. :)

Er ekki kominn tími á að hressa aðeins uppá útlitið á þessari blessuðu síðu? Það held ég. Bíðið spennt.
Maggi.
blog comments powered by Disqus