miðvikudagur, febrúar 09, 2005

KúkafýluKoldingKrapp

Ekki er öll geðveikin eins. Ég hélt að það væri ansalegt þegar fólk í sama herbergi talaði saman á MSN en það er enn skrítnara þegar fólk í herbergi hlið við hlið talar saman á Skype! Já, ég er semsagt á Munkegade hjá klikkuðum kellingum sem heita sama nafninu, Lárelva. Ég sat heima í allan dag og starði á tölvuskjáinn minn og átti að vera að hanna heimasíður fyrir föstudaginn en það gekk rosalega illa. Það er eins og með að skrifa eða vera frumlegur á einhvern hátt, það er bara ekki hægt þröngva sér í þann fílíng. Ég færði mig því yfir á Mungegade til stelpnanna og ætlaði heldur betur að taka mig saman í andlitinu og búa mér til portfolio. En nei nei, fíbblagangurinn í þeim er ekki til þess að búa til mikið sköpunarandrúmsloft þótt hann sé mjög fínn í að koma sér uppúr fýluskapi. Það er líka kúkafýla yfir öllum bænum af einhverjum ástæðum, eins og einhver hafi tekið sig til og borið mykju á allar göturnar. Það er eins gott að andinn komi yfir mig á morgun því við eigum að skila fyrstu prototýpunum á föstudaginn.

Og smá update á fátæka-manninum-í-Danmörku. Það gengur mjög vel! Ég er ekki búinn að eyða krónu síðan ég komst að þessu. Hvorki danskri né íslenskri. Er að spá í að fara í fyrsta skipti í Aldi á morgun, sem er súpermarkaður ofurfátæka fólksins. Ég ímynda mér að það sé eins og sambland af Kolaportinu og Bónus, nema ódýrara og meira af pakki. Það verður spennandi innkaupaferð, markmiðið er að kaupa alveg fáránlega mikið en fara ekki yfir hundrað krónur danskar. Svo fer ég ekki aftur útí búð fyrr en eftir viku. Sjáum til hvernig þetta gengur! :D
Maggi.
blog comments powered by Disqus