Danish dentist does dangerous drilling
Ég fór til tannlæknis! Alveg eins lykt, annað tungumál. Ég talaði nú samt ensku við hann svo ég myndi nú örugglega ekki misskilja neitt sem hann sagði, en það var svosem lítil hætta á því því hann sagði mest lítið. Hann var rosalega snöggur að laga í mér tönnina, reyndar óþægilega snöggur því mér fannst eins og hann hefði getað vandað sig meira. En tönnin er í lagi. Ég gef henni fram að helgi áður en hún brotnar aftur. Vonandi brotnar hún samt það lítið að ég þurfi ekki að fara strax aftur til tannlæknis og eyða öllum peningunum mínum í það.
Þetta kostaði að vísu ekki mjög mikið, en ég var að komast að því að "allur peningurinn minn" er sorglega lítil upphæð. Eftir að ég er búinn að borga fasta liði (leigu, hita, rafmagn, vatn, internet, strætó) á ég fimmtán þúsund krónur eftir á mánuði fram á sumar. Það er þriðjungur af því sem ég átti eftir á mánuði fyrir jól. Ég þarf því heldur betur að herða sultarólina ef ég ætla ekki að steypa mér í enn frekari skuldir við bankann. Nema að ég reyni að redda mér vinnu í vefhönnun. Ég er einmitt byrjaður á portfolio-inu mínu sem er nauðsynlegt hverjum hönnuði. Ef þú þekkir einhvern sem langar að eignast heimasíðu fyrir lítinn pening þá er ég til. :) Þetta verður fróðlegt ár.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum