miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Snjór snjór skín á mig

Danmörk og fleiri nágrannalönd í Evrópu eru á kafi í snjó og Kolding fékk sinn skerf. Að vísu hefur maður auðvitað séð mun meiri snjó og verra veður heima á Íslandi en Danirnir eru greinilega hræddari við þetta en við. Strætó gengur ekki og skólum er lokað. Við áttum að vinna tveggja daga verkefni með viðskiptaskólanum hér í bæ en það er búið að fresta því og því breyttist fimm daga fríið í sex daga frí. Það verður samt skóli á föstudaginn, en svo kemur helgi! Frekar skrítið verð ég að segja.

Í gær labbaði ég niðrí bæ í snjókomunni og kíkti í heimsókn til Elvu og Láru. Þar fékk ég að borða alveg ótrúlega góðan pestókjúkling með hrísgrjónum og salati og ís í eftirrétt með mars-íssósu. Mmmm mmm mmm! Ég borðaði auðvitað allt of mikið en þetta var líka alveg hrikalega gott. Takk fyrir mig aftur! :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus