laugardagur, febrúar 19, 2005

Enginn flottur jakki... og týnd peysa

Það var hörkufjör í gær og stelpurnar stóðu sig með prýði. Að vísu var ekki margt um manninn á Pitstop aldrei þessu vant og því reyndist stundum erfitt að halda fólkinu á gólfinu. Ég fékk ekki að heyra lagið mitt sem Fjóla systir kynnti mig fyrir í jólafríinu, Flottur jakki með Ragga Bjarna. Það hefði verið geggjað að fá að dansa við það á útlenskum skemmtistað. Kannski fæ ég það næst ef stelpurnar spila aftur. Peysan mín var svo eitthvað að stríða mér og ég fann hana hvergi og komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði ekki komið með hana frá Munkegade þar sem ég byrjaði kvöldið. Það reyndist svo rétt. Það var reyndar alveg brilliant að mæta þangað en Rósa segir snilldarlega frá því á blogginu sínu þegar við grenjuðum úr hlátri yfir rottum með sogskálar.

Við erum búin að vera að prenta út myndir til að hengja upp á veggina hjá okkur hérna í íbúðinni. Og engar smá myndir heldur! Myndir sem fylla heilu veggina. Einar Þ. benti mér á snilldar heimasíðu sem 'rastar' myndirnar manns og maður getur prentað þær út eins stórar og maður vill! Það kemur mjög vel út og ég mæli með að fólk prófi þetta. Ég skal taka myndir af afrakstrinum okkar og setja hér á síðuna.
Maggi.
blog comments powered by Disqus