fimmtudagur, janúar 02, 2003

-->> 2003 <<--

Árið 2003 er þriðja árið í 21. öldinni og er 21. árið sem Magnús gengur á þessari plánetu. Ómögulegt er að segja hvað mun gerast í lífi Magnúsarins á þessu ári, en allt stefnir í fjölbreytt og skemmtilegt ár. Ég mun byrja í heimspeki nú um miðjan janúarmánuð og... og....... annað er ekki ákveðið á árinu! Ég get svo svarið það. Auðvitað er ýmislegt í spilunum, en fátt ákveðið fyrir víst. Mig langar að fara í landsliðið í sundi og keppa á smáþjóðaleikunum sem haldnir verða á Möltu í júní, mig langar svakalega mikið að fara á Hróarskeldu í júní, mig langar að fara með vinum mínum í Evrópureisu í vor (kemst örugglega ekki), og mig langar að fara djammferð með öðrum vinum mínum í sumar. En ég mun líklegast bara gera brot af þessu öllu saman. Hvað ég geri í haust er svo algörlega óákveðið, og verður bara að koma í ljós eins og allt annað.
Ég hef samt einsett mér að gera þetta ár skemmtilegt og jafnvel betra en 2002. Vonandi getið þið tekið undir það með mér allir sem ég þekki. Þannig að ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og megi gæfan fylgja ykkur!
..:: mags ::..
blog comments powered by Disqus