sunnudagur, janúar 19, 2003

Súrealismi dauðans

Þetta er án efa súrealískasti dagurinn í mínu lífi. Ég ætla nú ekki að segja ykkur allar ástæðurnar, en ég skal segja ykkur frá fáránlegasta draum sem nokkrum manni hefur dreymt í mörg ár, og ég man hann meira að segja í smáatriðum.

Sko, ég man ekki fyrri drauminn alveg. En það var eitthvað djamm á manni (hvernig dettur manni þessi vitleysa í hug!?), ég man nú ekki alveg með hverjum (ekki eins og það hafi komið fyrir!) en það var líka aukaatriði. Ég var étandi einhverjar pulsur og það var ljósmyndari að taka myndir af okkur, gott ef það var ekki bara Hilmar Bragi. Allavega, það var eitthvað bögg á einhverjum tveimur náungum, þeir voru ekkert að bögga mig en ég var þarna nálægt. Mætir ekki ein lögga á staðinn og tekur til við að berja þá í klessu með kylfu! Löggan ræður léttilega við þessa gaura en hættir ekkert, heldur lemur þá og lemur alveg í mauk. Og ég er að tala um að hún hamrar þá ofan í jörðina með þessari litlu kylfu og er löngu búin að steindrepa þá báða (ég held samt að hausinn á einum þeirra hafi verið lifandi). Þegar það er næstum ekkert eftir af gaurunum nema innyfli og blóð útum allt, þá hleyp í inn í eitthvað húsasund og æli því mér finnst þetta svo ógeðslegt. Og það er ekkert lítið sem ég æli, alveg viðbjóðslega mikið.

Svo man ég ekki meir fyrr en að ég er að vasast í kringum einhverja flugvél. Ég veit ekki hvort þessir daumar tengdust en ég held ekki. Allavega ég er að vinna við að hlaða þessa vél, og af einhverjum ástæðum ákveð ég að hanga í vélinni þegar hún fer af stað! Mér tekst það og heng á vængnum næstum alla flugerðina sem var örugglega löng en ég man ekkert eftir henni. Þegar vélin er lent á einhverjum litlum flugvelli á einhverju túni. Ég sleppi vængnum og dett til jarðar en þá kemur einhver kelling sem mér finnst ég þekkja og fer að segja mér að það sé allt brjálað af því að ég hékk í vængnum. Vélin hafi verið of þung og því of lengi á leiðinni og sé komin í seinkun. Hún sýnir mér líka blaðagrein um þetta (ekki lengi að prenta greinina maður!), og við greinina var myndin sem Hilmar Bragi hafði tekið af mér með pulsuna í hinum draumnum! Virkilega ljót mynd og pulsan hálf uppí mér.

Ég læt mér samt fátt um finnast að það séu einhver læti útaf þess heldur rölti bara af stað í túninu. Ég hitti þarna fólk sem ég er að fara í sumarbústað með. Ekki nóg með það heldur erum við að endurtaka sumarbústaðaferð sem við höfðum farið áður og mér finnst endilega að mig hafi dreymt þá ferð líka fyrr um nóttina! En ég man voða lítið eftir því. Á rölti okkar uppí sumarbústað vorum við að reyna að muna hvað við höfðum skilið eftir síðast og mundum að það var að minnsta kosti eplasafi þarna. Þegar við komum að sumarbústaðabyggðinni þá eru allir sumarbústaðirnir brúnir og allir eins og við förum að reyna að finna bústaðinn ömmu og afa sem ég fékk lánaðan. Ég man eftir tveim persónum sem ég þekki sem voru með mér þegar við vorum að reyna að finna bústaðinn og það voru Öddi og Ljósbrá. Ekki veit ég hvað Ljósbrá var að gera þarna, en fyrir þá sem ekki vita er það stelpa jafn gömul mér og við vorum saman í bekk lengi vel og kom misvel saman.

Þegar við fundum loksins bústaðinn var á honum skilti sem á stóð flugeldasala og ég hafði ekki hugmynd um af hverju. Þegar við vorum komin í bústaðinn var það allt annað fólk sem var með mér í bústaðnum. Ég man eftir að þar voru pabbi, afi (pabbi pabba), amma (mamma mömmu), Magga (konan hans pabba), Fjóla systir og einhverjir fleiri sem ég man ekki eftir. Við vorum að bíða eftir Kjartani, sem er gamall vinur minn frá Akureyri og ég hef ekki hitt hann ýkt lengi, og kærustunni hans. Ég fer inn í eldhús og sé þar risastóra súkkulaðiköku uppá skáp sem Magga hafði bakað. Hún er hálf útaf skápnum (þetta var engin smá risa kaka!) og ég reyni eitthvað að redda henni og kalla á Möggu sem fer að bisa við að koma henni aftur uppá skápinn.

Ég fer fram og þá er afi kominn með þessa líka risa tívolítertu sem hann fann fyrir utan! (flugeldasölu-skiltið manstu). Og hann ætlar að kveikja á henni inni sem hann og gerir þrátt fyrir mótmæli okkar, en þá er þetta bara innibomba og skopparaboltar skjótast útum allt! Ég fer og reyni að týna þá alla upp. Svo fer ég á klósettið og man að vaskurinn var svo nálægt klósettinu að setan rakst í hann þegar maður lyfti henni af klósettinu. Þegar ég kem fram eru Kjartan og frú komin en eru ennþá fyrir utan að tala saman og halda að við vitum ekki af þeim. Við heyrum ekki í þeim en leyfum þeim bara að tala saman, þau koma inn þegar þau eru til.

En þau komust aldrei inn í bústaðinn því þarna endaði draumurinn. Þetta man ég allt saman mjög vel og ýmis smáatriði sem ég sleppti að minnast á (t.d. það var ýkt gott veður og svona). Þetta var nokkuð skemmtilegur draumu og fyndið að þessir tveir skyldu tengjast svona.

Ég fór annars í frítt nudd í nuddskólanum í Reykjavíkinni og það var bara helvíti fínt. Búið að níðast svoldið á mjóbakinu á manni og svona.
..:: magdream ::..
blog comments powered by Disqus