föstudagur, janúar 31, 2003

Radio GaGa


Jújú. Í kvöld var fjölmennt á Tónlistarverðlaun RadioX og Undirtóna og var það gaman. Það var að mínu fordæmi sem 10 fordæmdir Kebblíngar fóru í LoftKastalann og uppgöggvaði ég að þetta var í annað skiptið sem slíkt hefur gerst. Um árið fórum nebbla við 10 vinirnir saman og sáum Ég var einu sinni nörd og var það einnig að mínu fordæmi. Semsagt, ég má ekki koma í LoftKastalann nema hafa 9 vini mína með mér. Og er það mál hið bestasta.

Showið var fínt og öll tónlistaratriðin voru góð, og ber þá helst að nefna Brain Police, Ensíma & Rottweiler og Botnleðju. Fyndið þegar hann-sem-ég-man-aldrei-hvað-heitir hrundi yfir trommusettið. Gaman að þessu. Þeir hefðu nú samt alveg mátt vera með betri kynni, en þessi Einar gaur fór alveg í mínar fínustu taugar og reyndi mjög á þolrifin. Sigurjón var ágætur og nokkuð gaman að þessu öllu saman bara. Mættum að vísu frekar seint og misstum af öllum fría bjórnum (ekki það að ég hefði drukkið hann) og var það miður.

Niður í bæ var svo haldið þar sem ég og Gunni Nelson kíktum á Astró. Það var spjallað við meðlimi úr fjórum hljómsveitum, Ensími, Quarashi, Brain Police (þeir lofuðu geðveikum disk í sumar) og svo lenti Gunni á trúnó (eða svona næstum) með Steina úr Rottweiler. Pabbi hans er víst Raggi rakari. Gaman að því. Svo sá ég fallega mannesku að nafni Chloe Ophelia og kætti það mig mjög, enda þykir mér hún mjög svo föngulegur kvenmaður. Ein af þeim bestu hér á landi í að líta vel út. Það er mitt álit að minnsta kosti sama hvað allar stelpur segja. En svo var haldið heim á leið þar sem alls engin djammplön voru fyrir hendi, enda fimmtudagur og maður ekki búinn að bragða deigan dropa. Er að spá í að láta dropann bara vera þar til annað verður ákveðið. Maður er orðinn svo hardcore sundmaður að það er engu lagi líkt! Anyhoo, cya niggaz.
..:: ma'chloe ::..
blog comments powered by Disqus