fimmtudagur, janúar 23, 2003

Djammari.is

Jahá, það er bara fjölmiðlafár í gangi! Víkurfréttir byrjuðu á þessu með því að birta grein sem fjallar um að Bytturnar þrjár hafi lokað fyrir aðgang lögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins vegna misnotkunnar þessara aðila á síðunni. Tekið er fram á síðunni að myndirnar séu eign þeirra og til að fá að nota þær þurfi skriflegt leyfi frá Byttunum þrem sem sjá um síðuna. Þetta hefur lögreglan vanvirt með því að nota myndir af síðunni til að kæra fólk sem hefur stundað skemmtistaðina án þess að hafa aldur, og til að kæra skemmtistaðina sjálfa.

Fleiri hafa tekið við sér og birt grein þess efnis, eins og til dæmis mbl.is og visir.is. Og rétt í þessu var ég að horfa á frétt á Stöð 2 sem greindi frá þessu máli! Ekkert nema gott um það að segja. Fínt fyrir Bytturnar að fá svona auglýsingu ég segi nú ekki meir. Eða er það ekki? Svaraðu nýrri spurningu líðandi stundar hér til hægri.
..:: magchen ::..
blog comments powered by Disqus