H-skólalíf
Jæja, þá er maður mættur aftur í alvöru lífsins. Heimspekin hófst í dag með flugeldum og sprengingum. Ég er í þremur fögum og eru þau öll mjög áhugaverð og skemmtileg. Að minnsta kosti við fyrstu sýn.
Þekkingarfræði fjallar um hvað við vitum, hvort við vitum það sem við vitum, og hvort við getum vitað nokkuð yfir höfuð. Ég held að þetta síðasta sé rétt, það er ekki hægt að vita neitt. Ekki með fullkominni vissu að minnsta kosti.
Siðfræði fjallar um siðferði manna og hvernig á að haga sér til að ná árangri í lífinu. Við lærum um kenningar nokkurra manna sem eru alls ekki sammála, en á því sem ég er búinn að heyra held ég að Aristóteles hafi haft bestu hugmyndina um það. En ég á eftir að lesa þetta allt og komast að því.
Nýaldarheimspeki fjallar um heimspekinga sem voru uppi á 16. - 18. öld (nýöld my ass), og voru þeir nokkrir merkilegir. Við fáum því að lesa nokkrar bækur eftir þessa kalla og velta okkur uppúr hvað í andskotanum þeir voru að meina.
Þekkingarfræðin og siðfræðin voru mest spennandi, svona málefni sem maður getur alveg komið með sína eigin skoðun því þeir voru hvort sem er ekkert sammála. Fullt af skemmtilegum pælingum, og örugglega líka í nýaldarheimspekinni. Þetta verður örugglega allt voða gaman. Ég verð þá bara inní herbergi að lesa ef þið þurfið að ná í mig!
"Þekkjum við þekkinguna þegar við sjáum hana?" (það er hending ef ég kemst andlega heill útúr þessu öllu saman!)
..:: magspeki ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum