fimmtudagur, janúar 23, 2003

Þankar

Karakterarnir í heimspeki eru sumir magnaðir og ber þá helst að nefna Beavis & Butthead, tröllskessurnar tvær, aldraða unglinginn og apann. Ég hef gert mér grein fyrir því hvað maður gerir mikið af því að dæma fólk fyrirfram. Ég veit auðvitað að þetta fólk er ekkert slæmt, eða ég hef að minnsta kosti enga ástæðu til að halda það. En þetta gerir maður hiklaust og oftast hugsunarlaust. Aðrir, og þá sérstaklega stelpur, gera þetta miklu mun meira en ég, og hef ég komist að því að þetta er ástæðan fyrir því að þær halda alltaf að allir séu að horfa á sig og dæma þær. Því þær gera þetta sjálfar alltaf og iðulega.

Einar er að segja mér að skrifa um eitthvað skemmtilegt meðan hann matar mig á misgóðri tónlist.(ég er nebblega í heimsókn hjá honum þú skilur). Ég harðneita þessu auðvitað og ætla frekar að segja ykkur að Jochan er ennþá í 50% mætingu, hann sleppti deginum í dag líka. Ég er ekki að segja ykkur það af því að ykkur ætti ekki að vera sama, frekar svona til að reka á eftir honum. Kanski ætti ég að benda foreldrum hans á þetta blogg. Híhíhí.
..:: magchen ::..
blog comments powered by Disqus