fimmtudagur, janúar 09, 2003

Akkuru segir fólk, "Þetta gekk eins og í sögu!" ?

Ég persónulega hata sögu. Ég þoldi ekki alla söguáfangana sem ég fór í. Þetta er kanski ekki tilgangslaust fag, ég tek nú ekki svo djúpt í árinni, en dreeepleiðinlegt samt sem áður. Ég er að spá í að segja þetta um hluti sem eru leiðinlegir og langdregnir. Einhver spyr: Hvernig var myndin sem þú sást í gær? og ég svara "Hún gekk eins og í sögu!", en bara ef hún var drepleiðinleg og langdregin. Annars er ég alltaf að spögulera í málsháttum og orðatiltækjum, því þetta er allt svo fáránlegt ef maður fer eitthvað að pæla í þessu. Kanski meira seinna.

Setning dagsins: " ? " er engin. Ég svaf til 15.30 þannig að það gerðist ekkert í dag. Það eina sem gerðist var að ég uppgötvaði að ég er með sjúkdóm. Ofátröskun kalla ég hann, og lýsir sér þannig að mig langar að borða óhollan mat non stop allan daginn. Í tilefni af þessari uppgötvun minni fór ég og keypti mér hálfan líter af Ben&Jerry's ís, sem er dýrari en gull. Ég veit ekki afhverju hann er dýrari en gull, en hann er samt nokkuð góður. Ég er þyngri núna en ég hef áður verið og stefni á að vera 380 kíló í árslok. Það er alltaf gott að strengja áramótaheit til að halda manni við efnið er það ekki?

Ég er að fara í heimspeki fyrir ykkur sem ekki vitið. Ég er ekki að fara í heimspeki fyrir ykkur sko. Ég er að fara fyrir sjálfan mig en ég segi ykkur það af því að það er nokkuð merkilegt. Ég byrja ekki fyrr en 14. janúar og er bara tvo daga í viku í skólanum! Þriðjudaga og fimmtudaga. Svo er önnin búin 11. apríl!! Pæliði í því! Fallega. Ég hef heyrt að heimspeki sé léttasta greinin í H-skólanum en ég held hún sé sú erfiðasta. Geturu ímyndað þér hvað það verður erfitt að halda sér við efnið þegar maður er með fjögurra daga helgi allar helgar og auka dag í frí þar á milli! Vá hvað ég verð að taka mig á. Vonandi get ég samt synt eins og maður því ég stefni á að komast í landsliðið í mars. Eða semsagt, það er valið í landsliðið í mars, svo eru Smáþjóðaleikarnir haldnir í Möltu í júní. Það væri geggjað að komast þangað. Það er víst alveg súper dúper heitt á þessum árstíma þarna! Það verður nice. Þá breyti ég nafninu á blogginu mínu í tomato.blogspot.com.
..:: tomato soup ::..
blog comments powered by Disqus