Heimurinn er hugmynd mín.
Þetta skrifaði Arthur Schopenhauer á nítjándu öld, og ennfremur var hann afskaplega ljótur og pólskur. Þetta rakst ég á í bókinni sem ég fékk í jólagjöf og var að fletta yfir til að skoða flottar tilvitnanir. Sú bók heitir Saga heimspekinnar. Ég hef oft hugsað um þetta áður, örugglega á undan þessum kalli þótt hann hafi fæðst 1788. Heimurinn er hugmynd mín. Þetta er ein af þeim hugmyndum sem ég lifi eftir því ég tel að þetta sé óhrekjanlegt. Flest sem ég segi er óhrekjanlegt fyrir framan mig því ég er svo þrjóskur, en samt, þetta er óhrekjanlegt.
Allt sem við vitum og skynjum á sér stað í hausnum á okkur og hvergi annars staðar. Þetta er rosalega Matrix-leg hugsun ég veit, en ef þú hugsar um það (!) þá er það eina sem til er að þínu viti það sem gerist í hausnum á þér. Ekkert annað. Þú finnur fyrir því sem þú snertir útaf skyntaugum sem bera boð til heilans. Það sem þú sérð er bara skynjun augna þinna á þeim hlut. Það sama á við um öll skilningarvitin. Það er ekkert til nema það sem er í hausnum á þér. Það getur verið gott að hugsa svona því manni finnst maður vera merkilegasta veran í öllum heiminum og það er líka rétt. Þú ert miðja alheimsins. Þíns alheims. Og að þínu viti er ekki til neinn annar alheimur. Þú getur ekki verið neinn annar. Þú ert bara þú og túlkar allt sem gerist í kringum þig á þinn hátt.
Hefuru einhverntíman velt því fyrir þér hvort aðrir skynji það sama og þú? Þú sérð bláan bíl og ég spyr hvernig hann sé á litinn og þú segir blár. Ég spyr einhvern annan og hann segir líka blár, en hvernig geturu vitað að hann sjái sama lit og þú? Kanski sér hann litinn sem þú segir að sé rauður! En hann var alinn upp í því að kalla þennan lit bláan og því kemur hann með sama svar. Það þýðir ekki að hann hafi rangt fyrir sér, ekki frekar en þú. En það er ómögulegt að vita hvað á sér stað í hausnum á fólki. Ef einhverjum finnst einhver matur vondur sem öðrum finnst rosalega góður, getum við þá vitað að þeir finni sama bragð? Kanski virka bragðlaukarnin í þeirri manneskju allt öðruvísi en hjá flestum. En það skiptir ekki máli. Því það eina sem skiptir máli er það sem við skynjum og það sem við upplifum.
Ef þú sættir við þessa hugsun, það eina sem skiptir máli í öllum heiminum er það sem gerist í hausnum á mér, þá er það heimskuleg tilhugsun að lifa lífi sínu fyrir einhvern annan. Gera eitthvað því einhverjum öðrum fannst að það ætti að vera svoleiðis. Þú ert að lifa fyrir sjálfa/n þig og engan annan.
Og ég er ekki einu sinni byrjaður í heimspeki! Úff, það verður ekki hægt að tala við mig þegar ég loksins byrja. Eins gott að það séu allir sammála mér þar! Eða nei! Af hverju ætti mér ekki að vera sama! Pældu í því.
..:: magspeki ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum