Ég geri það stundum að ef ég sé eða heyri eitthvað sem mig langar að blogga um þá skrifa ég sms og vista það inn á símann minn. Svo næst þegar ég blogga þá... gleymi ég að ég hafi skrifað sms-ið og stundum geymi ég það lengi þar til ég loksins blogga um eitthvað sem er löngu liðið. Nú ætla ég að fletta í gegnum outboxið mitt og gá hvað ég finn.
1) "Nobody is perfect. So don't try too hard." MSJ.
2) "Champagne for my real friends, and real pain for my sham friends." Þetta sagði karakterinn hans Edwards Norton í myndinni 25th hour sem kemur fljótlega í bíó. Mér fannst þetta nógu kúl til að blogga um þetta þegar ég sá trailerinn (ekki Sigurbjörgu samt). Þetta er nokkuð góð setning.
3) Já, áðan þegar ég var að horfa á vídjó (sem kemur stundum fyrir) þá hraðspólaði ég yfir trailerana (ekki Sigurbjörgu samt) og í trailernum (ekki Sigurbjörgu samt) af Arlington Road þá sá ég í endann í credit listanum, að það var íslenskt nafn þarna. Þeir sýna nú ekki lengi þessa risa credit lista í endan á trailerunum (ekki Sigurbjörgu samt) og fyrir utan að ég var að hraðspóla þetta!!! Ég spólaði nottla til baka og þá var það Sigurjón Sighvatsson sem hafði framleitt þessa mynd. Ég var nokkuð sáttur við að hafa nógu gott athyglisskyn til að taka eftir þessu á þessum über hraða. Ég held ég sé ofurhetja.
4) Ég var að lesa Röddina, bók sem ég fékk í jólagjöf, og þar var enn annað orð yfir snúningshurðina sem engin vissi hvað hét. Vængjahurð!!! Pæliði íðí maður! Fallega orðið! Minnir mig á dömubindi eða eitthvað. Allavega, nú eru komin tvö formleg orð yfir þetta og ég er sáttur við hvorugt þeirra. Vængjahurð og hverfilhurð! Bull!
Það verða ekki fleiri sms í þættinum í kvöld. Við þökkum fyrir samfylgdina og vonumst til að sjá ykkur aftur að viku liðinni. Takk fyrir. (eða er það ekki einhvernvegin svona sem gaurinn í Nýjasta tækni og vísindi kveður alltaf??? svara sá sem veit.)
Allavega. Það stefnir allt í að næsta helgi verði algjör æðisleg og fáránleg sniiiilld! Vaaaááá hvað verður gaman. En þú færð ekki að vita meira! It's a secret! Ssshhutup!
..:: magchen, always in action ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum