miðvikudagur, janúar 08, 2003

Ég skrifaði grein á huga.is í kvöld sem var bara ein stór auglýsing fyrir iCeBloG dæmið en þeir birtu hana samt. Það eru nokkrir búnir að bætast við listann og fleiri á leiðinni, eða það vonum við amk. Svo verður þetta bara að gerast að sjálfu sér gegnum þessar síður. Ég kann ekki fleiri leiðir til að auglýsa þetta, þannig að þetta verður að duga í bili.

Setning dagsins í boði Jómba: "Eru öll dýrin með viský-pela???" Þetta var svona you-had-2-b-there en þetta var samt ógeðslega fyndið. Sýnir meira um persónu Jómba en nokkuð annað. Hehehe.

Annars var stofnfundur Ferðafélagsins Vilmundur Ríó (ég held að það sé of seint að breyta nafninu krakkar) haldinn á Duus í kvöld. Þar var fámennt en ansi góðmennt og lítið ákveðið nema að við erum á leiðinni til Ríó (eða álíka exótískan stað) eftir fjögur ár. Það ætti ef spá mín reynist rétt að verða ótrúlega skemmtilegt og trallalla. Hópurinn samanstendur aðallega af gamla Ríó genginu og er það vel. Snilldar fólk allt saman. Nonni er hressari en við flest og Jana er málari en við öll til samans. Hún er líka söngvari en allir sem ég þekki. Respect fyrir það Jana.

Ég minni svo á linkasafnið, þar er alltaf eitthvað að bætast við. Svo getiði skoðað nýjustu meðlimina í vefhringnum á iCeBloG heimasíðunni! Over and Mag. (ég hlakka svoooo til helgarinnar! vúppdídúú!!!)
..:: ríómag ::..
blog comments powered by Disqus