Síðan og margt fleira
Tjæja. Ég er búinn að breyta síðunni minni fram og til baka í allan dag, og held að ég taki ekki sjensinn að breyta henni aftur vegna bráðsmitandi sjúkdóms sem gengur sem faraldur um heimilistölvur landsmanna. Einkennin eru þau að síðan mín fer í algjöra steypu og er það algjörlega þessum tölvusjúkdómi að kenna, ekki dræmri forritunarkunnáttu undirritaðs. Síðan var flottari (að mínu mati og nokkurra annara) með tveimur valmyndum sitthvoru megin við textann, en það þótti ekki sumum tölvum þannig að ég leyfði þeim að ráða. Ég held ég sé búinn að ráða bót á þessu vandamáli, og ef þú vildir vera svo vænn/væn að athuga hvort þessi síða virki í tölvunni þinni og láta mig svo vita, þá væri ég ævinlega þakklátur og hver veit nema þú fáir sendan glaðning í pósti. Ég gerði þessa auka síðu til að þurfa ekki að gera breytingar á aðalsíðunni sem svo virka ekki. Þessi síða virkar fínt hjá mér eins og er og vonandi hjá þér líka.
Ég er að fara í sumarbústað á morgun! Það verður vonandi, og að öllum líkindum, allt annað en leiðinlegt. Ég held meira að segja að ef við leggjum okkur vel fram þá gæti það orðið blátt áfram skemmtilegt! En maður þorir nú varla að vona það. Það er óþarfi að tíunda hvað verður gert í þessum sumarbústað enda er hér um ósköp hefðbundna sumarbústaðaferð að ræða þannig séð. Ef þú hinsvegar hefur ekki farið í slíka sumarbústaðaferð (og ég er ekki að tala um þegar þú ferð með familíunni eina helgi um sumar nauðugur viljugur) þá ráðlegg ég þér að skipuleggja slíka ferð hið snarasta. Það getur nefnilega verið alveg sjúklega gaman og bregst aldrei ef rétt stemning er fyrir hendi.
Það er svo spurning hvort maður reyni að fara að setja einhverjar skemmtilegar myndir hérna inn. Maður á nú einu sinni stafræna myndavél og fulllt af skemmtilegum myndum sem hafa verið tekin við hin ýmsustu tækifæri. Að vísu hef ég verið latur undanfarið en það er spurning hvort það verði ekki bara breyting á því fljótlega! Ég held það bara!
Annars er það að frétta af iCeBloG vefhringnum mínum að það eru (í þessum skrifuðu orðum) 40 manns búnir að skrá sig og vonandi fleiri á leiðinni. Það var nefnilega einhver svo sniðug/ur að setja þetta á batman.is og kann ég þeim þakkir fyrir. Þá er bara að vona að þetta komist yfir hundrað notendur og þá er þetta fyrst farið að verða almennilegt! Endilega auglýstu þetta á blogginu þínu fyrir mig ef þú átt svoleiðis. Tak så mykket!
..:: magchen in action ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum