
Heimspekin byrjar á morgun, þriðjudag. Það verður örugglega gaman. Loksins hefur maður eitthvað að gera. Heilinn í mér er farinn að trosna, og um daginn vaknaði ég við það að hann var að reyna að opna gluggann á svefnherberginu mínu. Örugglega til að hoppa út og binda enda á þessa heilalausu tilveru, en ég veit ekki. Kanski vantaði bara ferskt loft.
Kristinn er kominn aftur í siðmenninguna frá mjög tælandi landi, sem sagt Tælandi. Því mun von bráðar styttast í að það líði að því að það sé aldrei að vita nema við förum að leggja drög að því að hugsa um að jafnvel íhuga þann möguleika að líklega sé að fara að verða kominn tími á nýja bloggkeppni. Semsagt... á næstunni. Ef þú ert með hugmynd að keppni þá geturu gleymt því að við notum hana því þetta er okkar keppni. Butt out.
Í tilefni þess að það er skóli hjá mér á morgun í fyrsta skipti í langan tíma, ætla ég að fara að sofa. Og líka í tilefni þess þá máttu smella á litlu myndina sem fylgir þessu bloggi. Ef þú ert karlkyns hefuru eflaust lúmskt gaman að því sem þar er að finna. Góðar stundir.
..:: magchen ::..