Death 2 Hjörvar
Það er auðvitað óþarfi að útskýra fyrirsögnina enda fatta hana allir sem eiga að fatta (semsagt ég og Jochan). Það lítur allt út fyrir það að einkahúmorsbanki minn eigi eftir að stækka allnokkuð á þessari önn. Eins og ég hef sagt áður er einkahúmor allur hinn skemmtilegasti og jafnvel fyndinn þegar vel tekst til.
"A true friend stabs you in the front." sagði Oskar Wilde víst einhverntíman. Hvað meinar hann með því. Ég var ekki alveg að fatta þetta þegar Jochan benti mér á orðatiltæikið að stinga einhvern í bakið. DÖH sagði ég þá með miklum tilþrifum, ég var nottla búinn að fatta það, en ég neita að trúa að þetta sé bara að gera grín að því máltæki. Hann hlýtur að meina eitthvað meira. Tillögur eru vel þegnar. Þegnar eru vel til lögur.Gurvel lötil gnaru þere. Já eða það.
Orð dagsins: Ologyology; Fræðafræði. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Að vísu er þetta orð ekki til, heldur bjuggum við það til í tíma í dag. Samt, ef maður slær því inn í Google.com leitarvélina þá fær maður 12 lausnir! Sama hvaða fáránlega uppátæki maður finnur uppá og framkvæmir eru alltaf tólf manns búnir að gera það á undan manni.
Heimspeki er eina fagið í H-skóla þar sem maður veit minna og minna eftir því hvað maður fer í marga tíma. Ég get svo svarið það. Í hverjum einasta tíma er manni kennt að efast um nýja hluti, og allt sem maður lærði (eða taldi sig læra) í tímanum á undan er rifið niður með góðum mótrökum! Ég held að þetta sé svona eins og í hernum. Menn eru rifnir niður algjörlega og svo byggðir upp sem hermenn. Ég held að þeir láti okkur missa alla þekkingu sem við höfum fyrir, og byggja okkur upp í sinni mynd sem heimspekingar. Hjálpræðisherinn hvað? Það er bara Heimspekingaherinn! Við sigrum andtæðinga okkar með hreint út sagt mögnuðum mótrökum og sönnum fyrir öllum í eitt skipti fyrir öll að þau eru ekki til!! Og þá hverfa allir á Íslandi sem ekki hafa lært heimspeki, en við látum ekki þar við sitja heldur leggjum undir okkur heiminn!!! Þetta heitir nú ekki HEIMspeki fyrir ekki neitt! Ég vil heimsyfirráð og ekkert minna!!
Ég er farinn að halda að Dr. Evil hafi lært heimspeki. Ég fíla mig svoldið eins og hann núna. Ætti ég að raka mig sköllóttann og fara að mæta með litla hrukkóta kisu í tíma? Djöfull væri það kúl. Hey, ég þarf að fara að finna bartskerann okkar og leita að kisu í smáauglýsingunum. Smell ya later.
..:: dr. magchen ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum