mánudagur, janúar 27, 2003

Tilkynningar


Hlemmi Racer er eitthvað að röfla á síðunni sinni og neitar að vera sá sem HANN ER! Mér til mikillar kátínu.

Sannari orð hafa aldrei verið sögð. Þetta eru stærðfræðilegar staðreyndir.

Ég á miða á Tónlistarverðlaun RadioX og Undirtóna á fimmtudaginn! Jay! Það verður örugglega gaman. Nú er bara að redda fleiri miðum því það er ekki hægt að kaupa þá. Eini sjensinn er að hringja inn á RadioX og því ætla ég að halda því áfram. Gaman að þessu. Endilega hringið og tjékkið hvort þeir vilji ekki gefa ykkur miða! 515-6060.

Við komumst að svakalegri niðurstöðu ég og Einar Freyr í heimspekilegum pælingum okkar um daginn. John F. Kennidy var ekki myrtur. Hann borgaði einhverjum (hver sosem það var) til að myrða sig! Af hverju spyrð þú? Jú, það liggur í augum uppi. Hann var anarkisti! Planið hans var að láta kjósa sig, gera þjóðina háða sér, og drepa sig svo og skapa þannig algjört kaos í landinu! Þetta tókst ágætlega sosem, en ekki til langs tíma litið. Anarkistinn JFK hefði betur hugsað málið til enda. Ætli KFC séu líka anarkistar? Sjitt.

Ég hef verið að hlusta mikið á tvo "nýja" geisladiska. Það eru Life, death, happiness & stuff eftir SKE, og The Hour Of The Bewilderbeast eftir Badly Drawn Boy. Þetta eru diskar hinir skemmtilegustu og mæli ég með þeim. Einar Freyr og Kristinn fá hinar bestu þakkir fyrir lánið á diskunum og verður þeim skilað von bráðar.

Þá er tilkynningum lokið að sinni. I wish you a good afternoon, and good mental health.
..:: radioxchen ::..
blog comments powered by Disqus